Almenningur kýs sitt uppáhald Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2015 11:00 Hljómsveitin Amabadama hlýtur fimm tilnefningar á verðlaununum. mynd/aðsend Aðalkosning fyrir Hlustendaverðlaun útvarpsstöðva 365 miðla, Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 fer af stað á mánudag, en forkosningu lauk í síðustu viku. Hlustendaverðlaunin heiðra íslenskt tónlistarfólk í sjö flokkum, þar á meðal fyrir lag árins, plötu ársins og söngkonu ársins. Efstir úr hverjum flokki í forkosningu sameinast í aðalkosningunni sem verður á Vísi næstu daga. Henni lýkur 26. janúar janúar. Með þessu fyrirkomulagi fá allar útvarpsstöðvarnar og hlustendur þeirra jafnt vægi, enda hafa stöðvarnar ólíkan markhóp og áherslur. Valið í tilnefningarnar kemur frá hlustendum þannig að þeir sem verða útnefndir á Hlustendaverðlaununum eru val almennings í landinu. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó frá Gamla bíói 6. febrúar. Þar verður boðið upp á ýmis tónlistaratriði. Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 fóru fyrst fram fyrir ári og heppnuðust sérstaklega vel. Tilnefningarnar eru hér að neðan: 01 Erlenda lag ársins:Budapest - George Ezra George Ezra sló í gegn á síðasta ári með laginu Budapest sem er að finna á hans fyrstu plötu, Wanted On Voyage. Lagið náði efstu sætum vinsældalista víða um heim.Happy – Pharrell Þrumusmellurinn Happy heyrðist fyrst í kvikmyndinni Despicable Me 2 og hefur tröllriðið öllum vinsældarlistum síðan þá. Lagið var tilnefnt til Óskarsverðlauna á síðasta ári og keppti þar á móti lögunum The Moon Song úr kvikmyndinni Her og Ordinary Love úr kvikmyndinni Mandela en það lag var flutt af írsku hljómsveitinni U2.Stay With Me - Sam Smith Breski söngvarinn Sam Smith er orðinn með þekktustu tónlistarmönnum heimsins í dag en lagið hans Stay With Me er á lista yfir mest spiluðu lögin á árinu 2014. Lagið er að finna á fyrstu breiðskífu kappans, In The Lonely Hour.Chandlier – Sia Chandlier frá áströlsku söngkonunni Sia er að finna á hennar sjöttu breiðskífu 1000 Forms of Fear sem kom út í september á síðasta ári og á stuttum tíma náði lagið inná Billboard 200 listann.Something From Nothing - Foo Fighters Something From Nothing er fyrsta smáskífulag plötunnar Sonic Highways sem er áttunda plata Dave Grohl og félaga í Foo Fighters. Hljómsveitin er búin að vera lengi að en hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1994.Take Me To Church – Hozier Take Me To Church með írska tónlistarmanninum Hozier var eitt stærsta lag síðasta árs en hann sló eftirminnilega í gegn hér á Íslandi á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 02 Flytjandi ársinsAmabadama AmabAdamA vakti mikla athygli á árinu 2014 og átti meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins, Hossa Hossa. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á árinu sem nefnist Heyrðu mig nú.Kaleo Kaleo fylgdi eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar á árinu með tónleikahaldi víðsvegar um landið en hljómsveitin hyggur nú á frekari landvinninga utan landsteinanna. Hljómsveitin hefur nú þegar skipað sér sess hér á landi sem ein af bestu hljómsveitum landsins.Prins Póló Svavar Pétur Eysteinsson er heilinn á bak við Prins Póló en hann sendi frá sér plötuna Sorrí sem er uppfull af æsandi smellum oní kaffið og ofan á brauð. Prins Póló átti einnig eitt vinsælasta lag árins, París norðursins sem var einnig titillag samnefndrar kvikmyndar sem frumsýnd var á síðasta ári.Hjálmar Hljómsveitin Hjálmar fagnaði 10 ára starfsafmæli á árinu 2014 með stórtónleikum í Hörpu og stórglæsilegri ferilsplötu sem innihélt m.a. 2 ný lög, Lof og Tilvonandi vor.Skálmöld Strákarnir í Skálmöld festu sig enn í sessi á síðasta ári með plötunni Með vættum og sanna í eitt skipti fyrir öll að þungarokk er fyrir alla. Hljómsveitin hefur vakið þó nokkra athygli eftir að þeir komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu fyrir nokkrum misserum.Dimma Hljómsveitin Dimma sendi frá sér plötuna Vélráð á síðasta ári en sveitin þykir ein öflugasta tónleikasveit landsins og leggur gríðarlega mikla áherslu á hinn sjónræna þátt tónleika sinna. Framundan eru stórtónleikar í Hörpu þar sem þeir munu koma fram ásamt Bubba Morthens. 03 Lag ársinsAll The Pretty Girls – Kaleo Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar Kaleo sem fylgdi eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar.París norðursins Prins Póló Prins Póló sendi frá sér lagið París norðursins sumarið 2014 en lagið er að finna í samnefndri kvikmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.I Walk On Water Kaleo Lagið var frumflutt á Hlustendaverðlaununum í byrjun ársins 2014 og er að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar.Ljúft að vera til Jón Jónsson Jón Jónsson samdi og flutti Þjóðarhátíðarlagið 2014, Ljúft að vera til. Mikil leynd hvíldi yfir gerð lagsins en Jón náði að vekja eftirvæntingu og spennu á samfélagsmiðlunum í aðdraganda þess að það var gefið út.Hossa Hossa Amabadama AmabAdama sló rækilega í gegn á árinu með laginu Hossa Hossa en fyrsta plata sveitarinnar Heyrðu mig nú kom út í lok árs 2014.Ótta – Sólstafir Sólstafir sendu frá sína fimmtu plötu á árinu 2014 en titillagið, Ótta, sló í gegn á meðal rokkunnenda.Color Decay - Júníus Meyvant Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmaneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann sendi frá sér lagið Color Decay sem er eitt mest spilaða lag síðasta árs. 04 Myndband ársins Fed All My Days Máni Orrasonhttps://www.youtube.com/watch?v=pMJUCLSvhrg All The Pretty Girls Kaleohttps://www.youtube.com/watch?v=FNwgOkl5nRY Feel Good Stonyhttps://www.youtube.com/watch?v=oHYRzhPZD5s Crossfade Gus Gushttps://www.youtube.com/watch?v=trqL3pzE8rg Lágnætti Sólstafirhttps://www.youtube.com/watch?v=R8n8Uy5KmvU Dark Water Agent Frescohttps://www.youtube.com/watch?v=1VmNTl6JvDY 05 Nýliði ársinsAmabadama AmabAdamA hefur verið að gera góða hluti undanfarna mánuði sem vakið hafa mikla athygli. Hljómsveitin átti meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins, Hossa Hossa. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út seinnipart ársins 2014 og heitir Heyrðu mig nú.Máni Orrason Máni Orrason er ungur og efnilegur tónlistarmaður sem sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á árinu 2014 og er lagið væntalegt á breiðskífu. Máni er aðeins 17 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína.Kvika Drengirnir í Kviku slógu í gegn á árinu 2014 með laginu Melody Maker en sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu, Seasons það ár.Stony Óhætt er að segja að Stony hafi vakið heimsathygli með þátttöku sinni í auglýsingaherferð Pepsi fyrir HM2014. í kjölfarið sendi hann frá sér sitt fyrsta lag, Feel Good, sem verður að finna á hans fyrstu plötu sem er væntanleg síðar á árinu.Júníus Meyvant Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmaneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann sendi frá sér lagið Color Decay sem er eitt mest spilaða lag síðasta árs.Himbrimi Himbrimi er fimm manna hljómsveit með Margréti Rúnarsdóttur í fararbroddi. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli að undanförnu með lögunum Highway og Tearing. 06 Plata ársinsDiskó Berlín – Nýdönsk Nýdönsk sendi frá sér sína níundu hljóðversskífu á árinu 2014 en hún var hljóðrituð í Berlín, Hafnarfirði og Reykjavík og inniheldur fjölbreytilega popptónlist. Lagið Nýr maður hefur vakið hvað mesta athygli frá útgáfu plötunnar.Batnar útsýnið – Valdimar Á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar Valdimar má heyra nýjan hljóðheim þar sem akústískum hljóðfærum er gert hærra undir höfði en um leið er kafað dýpra ofan í heim raftónlistar.Heim - Jón Jónsson Önnur breiðskífa Jóns Jónssonar kom út lok árs 2014 og inniheldur 12 lög. Áður var hljómsveitin þekkt fyrir að syngja lögin sín á ensku en á þessari plötu eru allir textar á íslensku.Heyrðu mig nú – Amabadama AmabAdamA átti eitt af vinsælustu lögum síðasta sumars, lagið Hossa Hossa. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á árinu sem nefnist Heyrðu mig nú.Með vættum – Skálmöld Með vættum er þriðja hljóðversplata Skálmaldar. Fyrri plöturnar tvær hafa allar fengið metsölu og verið margverðlaunaðar, bæði fyrir tónlistina sjálfa sem og textagerð. Allar segja plöturnar sögu og Með vættum er þar engin undantekning.Ótta – Sólstafir Ótta er fimmta breiðskífa Sólstafa en platan inniheldur m.a. titillagið sem er tilnefnt sem lag ársins og lagið Lágnætti en myndbandið við það er tilnefnt sem myndband ársins.Mexico – GusGus Mexico er áttunda plata hljómsveitarinnar GusGus og er að gæta áhrifa frá synthpoppi níunda áratugarins, transtónlist tíunda áratugarins ásamt því að haldið er áfram að vinna með söng. 07 Söngkona ársinsSalka Sóley Eyfeld Salka Sól hefur vakið mikla athygli með hljómsveitinni Amabadama. Auk þess að syngja með Amabadama rappar hún reglulega með Reykjavíkurdætrum.Ragga Gröndal Ragga Gröndal sendi frá sér sína áttundu plötu á árinu 2014 og má segja að hún komi við marga þá snertifleti sem hún hefur átt á sínum litskrúðuga ferli frá útkomu Vetrarljóða árið 2004. Á nýjustu plötu hennar Svefnljóð má finna langið Ástarorð, sem notið hefur mikilla vinsælda.Sigríður Thorlacius Sigríður er ein dáðasta söngkona lands og syngur bæði með hljómsveitinni Hjaltalín og Geislum og einnig með Sigurði Guðmundssyni en þau héldu hátíðlega stórtónleika í Hörpu í desember síðastliðnum. Greta Mjöll Samúelsdóttir Greta Mjöll lenti í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Eftir eitt lag og gaf út plötuna SamSam með samnefndri sveit sem er skipuð Gretu og systur hennar Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur.Katrína Mogensen Katrína Mogensen og hljómsveit hennar Mammút hafa átt góði gengi að fagna eftir að platan Komdu til mín svarta systir kom út síðla árs 2013. Þetta er í annað sinn sem Katrína er tilnefnd sem söngkona ársins.Margrét Rúnarsdóttir Margrét Rúnarsdóttir er söngkona Himbrimi sem vakið hefur töluverða athygli að undanförnu með lögunum Highway og Tearing. 08 Söngvari ársinsValdimar Guðmundsson Valdimar Guðmundsson hefur gert það gott með hljómsveit sinni Valdimar sem sendi frá sér sína þriðju plötu á árinu 2014 sem nefnist Batnar útsýnið.Ásgeir Trausti Ásgeir hefur aldeilis slegið í gegn frá því að platan Dýrð í dauðaþögn kom út árið 2012. Platan er komin út á alheimsvísu og hafa gagnrýnendur vart haldið vatni yfir gripnum.Jökull Júlíusson Jökull og hljómsveit hans Kaleo fylgdu eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar á árinu með tónleikahaldi víðsvegar um landið en hljómsveitin hyggur nú á frekari landvinninga utan landsteinannaJón Jónsson Jón Jónsson samdi og flutti Þjóðarhátíðarlagið 2014, Ljúft að vera til, og sendi frá sér plötuna Heim sem hefur að geyma 12 ný lög, öll sungin á móðurmálinu.Högni Egilsson Högni hefur verið áberandi með hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus en sú síðarnefnda sendi frá sér plötuna Mexico á síðasta og hefur fengið frábærar móttökur.Arnór Dan Arnarson Arnór Dan hefur gert það gott að undanförnu bæði með hljómsveit sinni Agent Fresco og tónskáldinu Ólaf Arnalds. Hlustendaverðlaunin Kaleo Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Aðalkosning fyrir Hlustendaverðlaun útvarpsstöðva 365 miðla, Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 fer af stað á mánudag, en forkosningu lauk í síðustu viku. Hlustendaverðlaunin heiðra íslenskt tónlistarfólk í sjö flokkum, þar á meðal fyrir lag árins, plötu ársins og söngkonu ársins. Efstir úr hverjum flokki í forkosningu sameinast í aðalkosningunni sem verður á Vísi næstu daga. Henni lýkur 26. janúar janúar. Með þessu fyrirkomulagi fá allar útvarpsstöðvarnar og hlustendur þeirra jafnt vægi, enda hafa stöðvarnar ólíkan markhóp og áherslur. Valið í tilnefningarnar kemur frá hlustendum þannig að þeir sem verða útnefndir á Hlustendaverðlaununum eru val almennings í landinu. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó frá Gamla bíói 6. febrúar. Þar verður boðið upp á ýmis tónlistaratriði. Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 fóru fyrst fram fyrir ári og heppnuðust sérstaklega vel. Tilnefningarnar eru hér að neðan: 01 Erlenda lag ársins:Budapest - George Ezra George Ezra sló í gegn á síðasta ári með laginu Budapest sem er að finna á hans fyrstu plötu, Wanted On Voyage. Lagið náði efstu sætum vinsældalista víða um heim.Happy – Pharrell Þrumusmellurinn Happy heyrðist fyrst í kvikmyndinni Despicable Me 2 og hefur tröllriðið öllum vinsældarlistum síðan þá. Lagið var tilnefnt til Óskarsverðlauna á síðasta ári og keppti þar á móti lögunum The Moon Song úr kvikmyndinni Her og Ordinary Love úr kvikmyndinni Mandela en það lag var flutt af írsku hljómsveitinni U2.Stay With Me - Sam Smith Breski söngvarinn Sam Smith er orðinn með þekktustu tónlistarmönnum heimsins í dag en lagið hans Stay With Me er á lista yfir mest spiluðu lögin á árinu 2014. Lagið er að finna á fyrstu breiðskífu kappans, In The Lonely Hour.Chandlier – Sia Chandlier frá áströlsku söngkonunni Sia er að finna á hennar sjöttu breiðskífu 1000 Forms of Fear sem kom út í september á síðasta ári og á stuttum tíma náði lagið inná Billboard 200 listann.Something From Nothing - Foo Fighters Something From Nothing er fyrsta smáskífulag plötunnar Sonic Highways sem er áttunda plata Dave Grohl og félaga í Foo Fighters. Hljómsveitin er búin að vera lengi að en hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1994.Take Me To Church – Hozier Take Me To Church með írska tónlistarmanninum Hozier var eitt stærsta lag síðasta árs en hann sló eftirminnilega í gegn hér á Íslandi á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 02 Flytjandi ársinsAmabadama AmabAdamA vakti mikla athygli á árinu 2014 og átti meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins, Hossa Hossa. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á árinu sem nefnist Heyrðu mig nú.Kaleo Kaleo fylgdi eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar á árinu með tónleikahaldi víðsvegar um landið en hljómsveitin hyggur nú á frekari landvinninga utan landsteinanna. Hljómsveitin hefur nú þegar skipað sér sess hér á landi sem ein af bestu hljómsveitum landsins.Prins Póló Svavar Pétur Eysteinsson er heilinn á bak við Prins Póló en hann sendi frá sér plötuna Sorrí sem er uppfull af æsandi smellum oní kaffið og ofan á brauð. Prins Póló átti einnig eitt vinsælasta lag árins, París norðursins sem var einnig titillag samnefndrar kvikmyndar sem frumsýnd var á síðasta ári.Hjálmar Hljómsveitin Hjálmar fagnaði 10 ára starfsafmæli á árinu 2014 með stórtónleikum í Hörpu og stórglæsilegri ferilsplötu sem innihélt m.a. 2 ný lög, Lof og Tilvonandi vor.Skálmöld Strákarnir í Skálmöld festu sig enn í sessi á síðasta ári með plötunni Með vættum og sanna í eitt skipti fyrir öll að þungarokk er fyrir alla. Hljómsveitin hefur vakið þó nokkra athygli eftir að þeir komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu fyrir nokkrum misserum.Dimma Hljómsveitin Dimma sendi frá sér plötuna Vélráð á síðasta ári en sveitin þykir ein öflugasta tónleikasveit landsins og leggur gríðarlega mikla áherslu á hinn sjónræna þátt tónleika sinna. Framundan eru stórtónleikar í Hörpu þar sem þeir munu koma fram ásamt Bubba Morthens. 03 Lag ársinsAll The Pretty Girls – Kaleo Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar Kaleo sem fylgdi eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar.París norðursins Prins Póló Prins Póló sendi frá sér lagið París norðursins sumarið 2014 en lagið er að finna í samnefndri kvikmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.I Walk On Water Kaleo Lagið var frumflutt á Hlustendaverðlaununum í byrjun ársins 2014 og er að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar.Ljúft að vera til Jón Jónsson Jón Jónsson samdi og flutti Þjóðarhátíðarlagið 2014, Ljúft að vera til. Mikil leynd hvíldi yfir gerð lagsins en Jón náði að vekja eftirvæntingu og spennu á samfélagsmiðlunum í aðdraganda þess að það var gefið út.Hossa Hossa Amabadama AmabAdama sló rækilega í gegn á árinu með laginu Hossa Hossa en fyrsta plata sveitarinnar Heyrðu mig nú kom út í lok árs 2014.Ótta – Sólstafir Sólstafir sendu frá sína fimmtu plötu á árinu 2014 en titillagið, Ótta, sló í gegn á meðal rokkunnenda.Color Decay - Júníus Meyvant Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmaneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann sendi frá sér lagið Color Decay sem er eitt mest spilaða lag síðasta árs. 04 Myndband ársins Fed All My Days Máni Orrasonhttps://www.youtube.com/watch?v=pMJUCLSvhrg All The Pretty Girls Kaleohttps://www.youtube.com/watch?v=FNwgOkl5nRY Feel Good Stonyhttps://www.youtube.com/watch?v=oHYRzhPZD5s Crossfade Gus Gushttps://www.youtube.com/watch?v=trqL3pzE8rg Lágnætti Sólstafirhttps://www.youtube.com/watch?v=R8n8Uy5KmvU Dark Water Agent Frescohttps://www.youtube.com/watch?v=1VmNTl6JvDY 05 Nýliði ársinsAmabadama AmabAdamA hefur verið að gera góða hluti undanfarna mánuði sem vakið hafa mikla athygli. Hljómsveitin átti meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins, Hossa Hossa. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út seinnipart ársins 2014 og heitir Heyrðu mig nú.Máni Orrason Máni Orrason er ungur og efnilegur tónlistarmaður sem sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á árinu 2014 og er lagið væntalegt á breiðskífu. Máni er aðeins 17 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína.Kvika Drengirnir í Kviku slógu í gegn á árinu 2014 með laginu Melody Maker en sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu, Seasons það ár.Stony Óhætt er að segja að Stony hafi vakið heimsathygli með þátttöku sinni í auglýsingaherferð Pepsi fyrir HM2014. í kjölfarið sendi hann frá sér sitt fyrsta lag, Feel Good, sem verður að finna á hans fyrstu plötu sem er væntanleg síðar á árinu.Júníus Meyvant Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmaneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann sendi frá sér lagið Color Decay sem er eitt mest spilaða lag síðasta árs.Himbrimi Himbrimi er fimm manna hljómsveit með Margréti Rúnarsdóttur í fararbroddi. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli að undanförnu með lögunum Highway og Tearing. 06 Plata ársinsDiskó Berlín – Nýdönsk Nýdönsk sendi frá sér sína níundu hljóðversskífu á árinu 2014 en hún var hljóðrituð í Berlín, Hafnarfirði og Reykjavík og inniheldur fjölbreytilega popptónlist. Lagið Nýr maður hefur vakið hvað mesta athygli frá útgáfu plötunnar.Batnar útsýnið – Valdimar Á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar Valdimar má heyra nýjan hljóðheim þar sem akústískum hljóðfærum er gert hærra undir höfði en um leið er kafað dýpra ofan í heim raftónlistar.Heim - Jón Jónsson Önnur breiðskífa Jóns Jónssonar kom út lok árs 2014 og inniheldur 12 lög. Áður var hljómsveitin þekkt fyrir að syngja lögin sín á ensku en á þessari plötu eru allir textar á íslensku.Heyrðu mig nú – Amabadama AmabAdamA átti eitt af vinsælustu lögum síðasta sumars, lagið Hossa Hossa. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á árinu sem nefnist Heyrðu mig nú.Með vættum – Skálmöld Með vættum er þriðja hljóðversplata Skálmaldar. Fyrri plöturnar tvær hafa allar fengið metsölu og verið margverðlaunaðar, bæði fyrir tónlistina sjálfa sem og textagerð. Allar segja plöturnar sögu og Með vættum er þar engin undantekning.Ótta – Sólstafir Ótta er fimmta breiðskífa Sólstafa en platan inniheldur m.a. titillagið sem er tilnefnt sem lag ársins og lagið Lágnætti en myndbandið við það er tilnefnt sem myndband ársins.Mexico – GusGus Mexico er áttunda plata hljómsveitarinnar GusGus og er að gæta áhrifa frá synthpoppi níunda áratugarins, transtónlist tíunda áratugarins ásamt því að haldið er áfram að vinna með söng. 07 Söngkona ársinsSalka Sóley Eyfeld Salka Sól hefur vakið mikla athygli með hljómsveitinni Amabadama. Auk þess að syngja með Amabadama rappar hún reglulega með Reykjavíkurdætrum.Ragga Gröndal Ragga Gröndal sendi frá sér sína áttundu plötu á árinu 2014 og má segja að hún komi við marga þá snertifleti sem hún hefur átt á sínum litskrúðuga ferli frá útkomu Vetrarljóða árið 2004. Á nýjustu plötu hennar Svefnljóð má finna langið Ástarorð, sem notið hefur mikilla vinsælda.Sigríður Thorlacius Sigríður er ein dáðasta söngkona lands og syngur bæði með hljómsveitinni Hjaltalín og Geislum og einnig með Sigurði Guðmundssyni en þau héldu hátíðlega stórtónleika í Hörpu í desember síðastliðnum. Greta Mjöll Samúelsdóttir Greta Mjöll lenti í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Eftir eitt lag og gaf út plötuna SamSam með samnefndri sveit sem er skipuð Gretu og systur hennar Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur.Katrína Mogensen Katrína Mogensen og hljómsveit hennar Mammút hafa átt góði gengi að fagna eftir að platan Komdu til mín svarta systir kom út síðla árs 2013. Þetta er í annað sinn sem Katrína er tilnefnd sem söngkona ársins.Margrét Rúnarsdóttir Margrét Rúnarsdóttir er söngkona Himbrimi sem vakið hefur töluverða athygli að undanförnu með lögunum Highway og Tearing. 08 Söngvari ársinsValdimar Guðmundsson Valdimar Guðmundsson hefur gert það gott með hljómsveit sinni Valdimar sem sendi frá sér sína þriðju plötu á árinu 2014 sem nefnist Batnar útsýnið.Ásgeir Trausti Ásgeir hefur aldeilis slegið í gegn frá því að platan Dýrð í dauðaþögn kom út árið 2012. Platan er komin út á alheimsvísu og hafa gagnrýnendur vart haldið vatni yfir gripnum.Jökull Júlíusson Jökull og hljómsveit hans Kaleo fylgdu eftir vinsældum fyrstu plötu sveitarinnar á árinu með tónleikahaldi víðsvegar um landið en hljómsveitin hyggur nú á frekari landvinninga utan landsteinannaJón Jónsson Jón Jónsson samdi og flutti Þjóðarhátíðarlagið 2014, Ljúft að vera til, og sendi frá sér plötuna Heim sem hefur að geyma 12 ný lög, öll sungin á móðurmálinu.Högni Egilsson Högni hefur verið áberandi með hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus en sú síðarnefnda sendi frá sér plötuna Mexico á síðasta og hefur fengið frábærar móttökur.Arnór Dan Arnarson Arnór Dan hefur gert það gott að undanförnu bæði með hljómsveit sinni Agent Fresco og tónskáldinu Ólaf Arnalds.
Hlustendaverðlaunin Kaleo Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira