Coldplay vinsælust á Spotify á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 10. janúar 2015 09:00 Chris Martin og félagar í Coldplay voru vinsælastir á Spotify á síðasta ári. Vísir/Getty Enska hljómsveitin Coldplay trónir á toppi mest spilaðra listamanna á Spotify á Íslandi árið 2014. Lagið I See Fire með Ed Sheeran var það vinsælasta og platan In the Lonely Hour með Sam Smith var sú mest streymda hér á landi árið 2014. Aðeins einn íslenskur flytjandi komst á topp tíu-listann yfir mesta hlustun landsmanna á árinu, eða GusGus með plötuna Mexico. Aðspurður segir Njáll Þórðarson, tónlistarmaður og tengiliður Símans við Spotify, að fátt hafi komið sér á óvart varðandi listann, nema hvað að undarlegt sé að ekkert íslenskt lag hafi komist í efstu sætin. Íslensk jólatónlist var þó mjög mikið spiluð á tónlistarveitunni í desember. Helstu ástæðuna fyrir lítilli íslenskri spilun telur hann að vitneskja um íslenska tónlist á Spotify hafi ekki verið mikil en að hún sé samt að aukast, en um 60 þúsund íslensk lög eru á tónlistarveitunni. „Ég held að íslenskir listamenn séu dálítið á byrjunarreit og hafi ekki enn áttað sig nógu vel á tækifærunum. Eitt lag á Spotify getur náð eyrum milljóna manna um leið og það kemur inn. Erlendir tónlistarmenn eru að nýta sér þetta mjög vel. Ég held að íslenskir listamenn haldi að þeir standi framar í markaðssetningu en þeir raunverulega gera,“ segir hann en tekur fram að Svavar Knútur hafi nýtt sér miðilinn vel. „Hann fær mjög góðar tekjur á Spotify.“Ed Sheeran átti vinsælasta lagið á Spotify.Njáll bætir við: „Við sem fylgjumst grannt með tónlist á netinu sjáum alltof oft dæmi um vinsæla íslenska listamenn sem kjósa að frumflytja lögin á Facebook með vísun á lagið á YouTube. Þar eru lögin svo með tugi og jafnvel hundruð þúsunda hlustana sem ekkert fæst fyrir. Það mætti spyrja sig hvort staða hljómsveitanna væri ekki allt önnur kysu þær að vísa á lagið í gegnum Spotify í stað þess að festa sig í neti frírrar spilunar.“ Njáll segir að í fyrsta sinn fáist nú raunsönn mæling á hvaða tónlist landsmenn kjósi að hlusta á. „Það gleymist oft að áður en löglegar tónlistarveitur eins og Spotify komu til streymdu margir erlendri tónlist og hlóðu niður ólöglega en keyptu frekar þá innlendu. Eina íslenska hljómsveitin sem komst á topp tíu var GusGus.mynd/ari maggEngar opinberar tölur gáfu rétta mynd af heildarhlustuninni en með veitum eins og Spotify verður hlustunin bæði mælanleg og lögleg,“ segir hann en yfir 30 milljónir laga eru inni á veitunni. Samkvæmt tölum Spotify eru yfir fimmtíu milljónir virkra notenda að þjónustunni á heimsvísu, þar af 12,5 milljónir áskrifenda að Premium-þjónustunni. „Hér áður fyrr höfðu útvarpsstöðvar gríðarleg áhrif og vinsældalistarnir endurspegluðu spilun þeirra. Með netinu hefur opnast tónlistarheimur þar sem hver og einn getur sérsniðið dagskrána að áhugasviði sínu,“ segir hann. Sam Smith átti vinsælustu plötuna.Tugþúsundir Íslendinga eru á Spotify en nákvæma tölu vill tónlistarveitan ekki gefa upp. Eitthvað hefur verið um að fólk úr tónlistarbransanum hafi gagnrýnt veituna. Bæði telur það að hún gefi lítið í aðra hönd og að hún letji fólk frá því að kaupa plötur. „Ég hef tekið þátt í útgáfu á stórum plötum á Íslandi og hérna hefur plötusala aldrei verið tekjulind. Það eru mjög fáir sem hafa verið að gera alvöru pening úr þessu,“ segir Njáll, sem var í hljómsveitinni Land og synir. „Við gáfum út plötu sem fór í 7.800 eintökum og fengum nánast engar tekjur af því. Útgáfufyrirtækin eru að vernda sínar fjárfestingar og eðlilega segja þau að þetta sé eitthvað ljótt. En ef neytandinn finnur fjölina á netinu er ekki hægt að stoppa þá framþróun. Þá þarf að finna leiðir til að hagnast á þessu nýja formi.“Njáll ÞórðarsonTopp fimm á Spotify á Íslandi 2014Mest streymdu flytjendurnir:1. Coldplay2. Sam Smith3. Eminem4. Ed Sheeran5. BeyoncéMest streymdu lögin:1. I See Fire - Ed Sheeran2. Happy - Pharrell Williams3. Rather Be – feat. Jess Glynne - Clean Bandit4. Chandelier - Sia5. Take Me to Church - HozierMest streymdu plöturnar:1. In The Lonely Hour - Sam Smith2. Eurovision Song Contest 2014 Copenhagen - Eurovision Song Contest3. G I R L - Pharrell Williams4. The New Classic - Iggy Azalea5. 1000 Forms of Fear – Sia...8. Mexico - GusGus Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Enska hljómsveitin Coldplay trónir á toppi mest spilaðra listamanna á Spotify á Íslandi árið 2014. Lagið I See Fire með Ed Sheeran var það vinsælasta og platan In the Lonely Hour með Sam Smith var sú mest streymda hér á landi árið 2014. Aðeins einn íslenskur flytjandi komst á topp tíu-listann yfir mesta hlustun landsmanna á árinu, eða GusGus með plötuna Mexico. Aðspurður segir Njáll Þórðarson, tónlistarmaður og tengiliður Símans við Spotify, að fátt hafi komið sér á óvart varðandi listann, nema hvað að undarlegt sé að ekkert íslenskt lag hafi komist í efstu sætin. Íslensk jólatónlist var þó mjög mikið spiluð á tónlistarveitunni í desember. Helstu ástæðuna fyrir lítilli íslenskri spilun telur hann að vitneskja um íslenska tónlist á Spotify hafi ekki verið mikil en að hún sé samt að aukast, en um 60 þúsund íslensk lög eru á tónlistarveitunni. „Ég held að íslenskir listamenn séu dálítið á byrjunarreit og hafi ekki enn áttað sig nógu vel á tækifærunum. Eitt lag á Spotify getur náð eyrum milljóna manna um leið og það kemur inn. Erlendir tónlistarmenn eru að nýta sér þetta mjög vel. Ég held að íslenskir listamenn haldi að þeir standi framar í markaðssetningu en þeir raunverulega gera,“ segir hann en tekur fram að Svavar Knútur hafi nýtt sér miðilinn vel. „Hann fær mjög góðar tekjur á Spotify.“Ed Sheeran átti vinsælasta lagið á Spotify.Njáll bætir við: „Við sem fylgjumst grannt með tónlist á netinu sjáum alltof oft dæmi um vinsæla íslenska listamenn sem kjósa að frumflytja lögin á Facebook með vísun á lagið á YouTube. Þar eru lögin svo með tugi og jafnvel hundruð þúsunda hlustana sem ekkert fæst fyrir. Það mætti spyrja sig hvort staða hljómsveitanna væri ekki allt önnur kysu þær að vísa á lagið í gegnum Spotify í stað þess að festa sig í neti frírrar spilunar.“ Njáll segir að í fyrsta sinn fáist nú raunsönn mæling á hvaða tónlist landsmenn kjósi að hlusta á. „Það gleymist oft að áður en löglegar tónlistarveitur eins og Spotify komu til streymdu margir erlendri tónlist og hlóðu niður ólöglega en keyptu frekar þá innlendu. Eina íslenska hljómsveitin sem komst á topp tíu var GusGus.mynd/ari maggEngar opinberar tölur gáfu rétta mynd af heildarhlustuninni en með veitum eins og Spotify verður hlustunin bæði mælanleg og lögleg,“ segir hann en yfir 30 milljónir laga eru inni á veitunni. Samkvæmt tölum Spotify eru yfir fimmtíu milljónir virkra notenda að þjónustunni á heimsvísu, þar af 12,5 milljónir áskrifenda að Premium-þjónustunni. „Hér áður fyrr höfðu útvarpsstöðvar gríðarleg áhrif og vinsældalistarnir endurspegluðu spilun þeirra. Með netinu hefur opnast tónlistarheimur þar sem hver og einn getur sérsniðið dagskrána að áhugasviði sínu,“ segir hann. Sam Smith átti vinsælustu plötuna.Tugþúsundir Íslendinga eru á Spotify en nákvæma tölu vill tónlistarveitan ekki gefa upp. Eitthvað hefur verið um að fólk úr tónlistarbransanum hafi gagnrýnt veituna. Bæði telur það að hún gefi lítið í aðra hönd og að hún letji fólk frá því að kaupa plötur. „Ég hef tekið þátt í útgáfu á stórum plötum á Íslandi og hérna hefur plötusala aldrei verið tekjulind. Það eru mjög fáir sem hafa verið að gera alvöru pening úr þessu,“ segir Njáll, sem var í hljómsveitinni Land og synir. „Við gáfum út plötu sem fór í 7.800 eintökum og fengum nánast engar tekjur af því. Útgáfufyrirtækin eru að vernda sínar fjárfestingar og eðlilega segja þau að þetta sé eitthvað ljótt. En ef neytandinn finnur fjölina á netinu er ekki hægt að stoppa þá framþróun. Þá þarf að finna leiðir til að hagnast á þessu nýja formi.“Njáll ÞórðarsonTopp fimm á Spotify á Íslandi 2014Mest streymdu flytjendurnir:1. Coldplay2. Sam Smith3. Eminem4. Ed Sheeran5. BeyoncéMest streymdu lögin:1. I See Fire - Ed Sheeran2. Happy - Pharrell Williams3. Rather Be – feat. Jess Glynne - Clean Bandit4. Chandelier - Sia5. Take Me to Church - HozierMest streymdu plöturnar:1. In The Lonely Hour - Sam Smith2. Eurovision Song Contest 2014 Copenhagen - Eurovision Song Contest3. G I R L - Pharrell Williams4. The New Classic - Iggy Azalea5. 1000 Forms of Fear – Sia...8. Mexico - GusGus
Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira