Hætta á miklum átökum í vetur Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Verðbólgan fór undir eitt prósent í desember, í fyrsta sinn frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001. Sumir fóru að hafa áhyggjur af því að það stefndi í verðhjöðnun og Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð um verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það má auðveldlega lesa það út úr greinargerðinni að Seðlabankinn hefur litlar sem engar áhyggjur af verðhjöðnun. Eiginlega virðist öðru nær og í greinargerðinni segir bankinn að ástæða sé til að bregðast við minni verðbólgu með varfærnum hætti. Bankinn nefnir þrjár ástæður. Í fyrsta lagi að innflutningsverð er lágt um þessar mundir og gengi krónunnar stöðugt, en viðsnúningur þar gæti snarlega aukið verðbólguna á stuttum tíma. Í öðru lagi að stutt er síðan verðbólguvæntingar mældust í samræmi við verðbólgumarkmiðið. Í þriðja lagi, og síðast en ekki síst, að óróleika gætir á vinnumarkaði og það gæti leitt til aukinnar verðbólgu á skömmum tíma. Þriðji þátturinn vekur kannski mesta athygli núna og er ef til vill sá þáttur sem veldur stjórnvöldum hvað mestu hugarangri. Bjarni Benediktsson, ráðherra efnahagsmála, dró í það minnsta enga dul á það í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að hann hefur áhyggjur af komandi kjaraviðræðum. „Staðan á vinnumarkaðnum almennt er að því er mér virðist nokkuð alvarleg, og við stöndum frammi fyrir því hvort samstaða geti tekist um það að viðhalda þessum stöðugleika. Það er mikið vísað í læknasamninga og samninga við kennara og aðra. En allur meginþorri þeirra samninga sem ríkið hefur verið að gera er innan þeirra marka sem rætt hefur verið um að svigrúm sé fyrir á vinnumarkaðnum,“ sagði ráðherrann. Forystumönnum ASÍ er vandi á höndum. Sjálfir skilja þeir að stöðugleikanum sem Bjarni nefnir er stefnt í hættu með víxlverkun launahækkana og aukinnar verðbólgu. Þeir sitja hins vegar sjálfir í sínum embættum í umboði almennra launþega. Og þessir skjólstæðingar forystumanna ASÍ, sem margir hverjir hafa töluvert lægri laun en læknar, hafa lesið fréttir af því undanfarið að ríkið hafi boðið læknum 28 prósent launahækkanir. Og eðlilega horfa launþegar á almennum vinnumarkaði til þessara launahækkana þegar samið er fyrir þeirra hönd. Nema ef aðrar skýringar koma til sem geti réttlætt þá ríflegu launahækkun sem læknarnir fengu. Það ríður því á að þeir sem áttu aðild að læknasamningunum útskýri fyrir almenningi forsendurnar að baki því samkomulagi sem náðist og þeim miklu launahækkunum sem voru samþykktar. Takist það ekki, þá horfum við fram á enn meiri átakavetur á vinnumarkaði en áður stefndi í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Verðbólgan fór undir eitt prósent í desember, í fyrsta sinn frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001. Sumir fóru að hafa áhyggjur af því að það stefndi í verðhjöðnun og Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð um verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það má auðveldlega lesa það út úr greinargerðinni að Seðlabankinn hefur litlar sem engar áhyggjur af verðhjöðnun. Eiginlega virðist öðru nær og í greinargerðinni segir bankinn að ástæða sé til að bregðast við minni verðbólgu með varfærnum hætti. Bankinn nefnir þrjár ástæður. Í fyrsta lagi að innflutningsverð er lágt um þessar mundir og gengi krónunnar stöðugt, en viðsnúningur þar gæti snarlega aukið verðbólguna á stuttum tíma. Í öðru lagi að stutt er síðan verðbólguvæntingar mældust í samræmi við verðbólgumarkmiðið. Í þriðja lagi, og síðast en ekki síst, að óróleika gætir á vinnumarkaði og það gæti leitt til aukinnar verðbólgu á skömmum tíma. Þriðji þátturinn vekur kannski mesta athygli núna og er ef til vill sá þáttur sem veldur stjórnvöldum hvað mestu hugarangri. Bjarni Benediktsson, ráðherra efnahagsmála, dró í það minnsta enga dul á það í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að hann hefur áhyggjur af komandi kjaraviðræðum. „Staðan á vinnumarkaðnum almennt er að því er mér virðist nokkuð alvarleg, og við stöndum frammi fyrir því hvort samstaða geti tekist um það að viðhalda þessum stöðugleika. Það er mikið vísað í læknasamninga og samninga við kennara og aðra. En allur meginþorri þeirra samninga sem ríkið hefur verið að gera er innan þeirra marka sem rætt hefur verið um að svigrúm sé fyrir á vinnumarkaðnum,“ sagði ráðherrann. Forystumönnum ASÍ er vandi á höndum. Sjálfir skilja þeir að stöðugleikanum sem Bjarni nefnir er stefnt í hættu með víxlverkun launahækkana og aukinnar verðbólgu. Þeir sitja hins vegar sjálfir í sínum embættum í umboði almennra launþega. Og þessir skjólstæðingar forystumanna ASÍ, sem margir hverjir hafa töluvert lægri laun en læknar, hafa lesið fréttir af því undanfarið að ríkið hafi boðið læknum 28 prósent launahækkanir. Og eðlilega horfa launþegar á almennum vinnumarkaði til þessara launahækkana þegar samið er fyrir þeirra hönd. Nema ef aðrar skýringar koma til sem geti réttlætt þá ríflegu launahækkun sem læknarnir fengu. Það ríður því á að þeir sem áttu aðild að læknasamningunum útskýri fyrir almenningi forsendurnar að baki því samkomulagi sem náðist og þeim miklu launahækkunum sem voru samþykktar. Takist það ekki, þá horfum við fram á enn meiri átakavetur á vinnumarkaði en áður stefndi í.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun