Leaves á leið til Kína í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2015 09:00 Hljómsveitin Leaves er á leið í tónleikaferðalag til Kína í fyrsta sinn. Mynd/ Matthew Eisman „Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur. Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur.
Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira