Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson ásamt James Marsh, leikstjóra The Theory of Everything, og aðalleikurunum, Felicity Jones og Eddie Redmayne. Vísir/Getty Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira