Drastískt að drepa allt líf í Grenlæk Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. janúar 2015 08:00 Góð uppeldis- og hrygningarsvæði á þurru í Grenlæk í maí 1998. Mynd/Guðni Guðbergsson Veiðimálastofnun mótmælir því áliti Orkustofnunar að Landgræðslan megi gera allt sem þurfi til að varna landbroti við Skaftá. „Landgræðslan fór fram á það við Orkustofnun að kanna hvort leyfi væru fyrir vatnaveitingum út á Eldhraun úr Skaftá,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Orkustofnun hafi engin slík leyfi fundið. „Þeir klykktu svo út með að Landgræðslan mætti gera allt til að varna landbroti við Skaftá. En við vildum meina að þeir hefðu betur gáð að því hvort það væri leyfi fyrir þessum görðum,“ segir Sigurður og vísar þá til varnargarða sem hindra að vatn fari úr Skaftá út á Eldhraun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa veiðiréttareigendur í Grenlæk stefnt ríkinu og Skaftárhreppi vegna minnkandi veiði sem þeir segja stafa af vatnsskorti á svæðinu vegna varnargarðanna. Þeir voru byggðir fyrst og fremst til að verja þjóðveginn um Eldhraun. Þá þornaði á vatnasvæðinu fyrir neðan og sett voru rör í garðana þannig að eitthvað af vatni nær út á hraunið. „Landgræðslan vill stoppa þetta rennsli af því að jökulvatnið ber með sér aur og kæfir mosa en bændur vilja fá vatn í lækina sína og um þetta hefur verið tekist í nær tuttugu eða þrjátíu ár,“ segir Sigurður sem kveður málið í raun ósköp einfalt. „Svo mikið vitum við í vatnalíffræði að vatnalíf – svo ég tali nú ekki um fisk – þarf vatn. Við horfðum á efri hlutann í Grenlæk þorna alveg upp vorið 1998. Þá fóru allir þeir seiðaárgangar sem voru í ánni. Það bjargaði því að við áttum eitthvað af fullorðnum fiski neðar í læknum sem gat hrygnt ári síðar,“ segir Sigurður. Hann telur að það hljóti að vera til lausn sem allir geta sætt sig við. „Ef þessu er bara lokað eins og Landgræðslan vill gera þá náttúrlega einfaldlega þorna þessir lækir og þá getum við gleymt þeim. Þá drepst allt og það finnst okkur dálítið drastísk aðgerð miðað við að þarna er gríðarleg sjóbirtingsveiði. Og Grenlækur er nú einu sinni á Náttúruminjaskrá út af lífríki og fuglalífi.“ Áfok sands á gróið land Horft frá suðurhlíð Kistufells til suðvesturs yfir sandi orpin svæði.Mynd/Landgræðslan Landgræðslan um landrof við Eldhraun „Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á gróðurfari og jarðvegsrofi í Eldhrauni á Út-Síðu, hér eftir nefnt Eldhraun, sérstaklega út frá farvegi Skaftár, meðal annars við Árkvíslar þar sem þær renna niður í Brest, við Skálarál, Blöðku og á fleiri stöðum… …Þessar breytingar má fyrst og fremst rekja til aukins ágangs sands og jökulleirs frá Skaftá, bæði í sumarrennsli og vegna tíðra jökulhlaupa í Skaftá síðustu áratugi og einnig vegna vatnaveitinga út á Eldhraunið… …Stór svæði eru komin meira og minna á kaf í sand og leir, sérstaklega þar sem vatn flæðir yfir í Skaftárhlaupum og þegar mikið rennsli er síðsumars í Skaftá… …Ekkert bendir til að þessi þróun breytist því auk þess gífurlega magns af sandi og leir sem nú er á svæðinu þá bætist sífellt meira við með framburði Skaftár. Magn fokefna inni á hraununum eykst því eftir því sem Skaftá hleður meira undir sig og flæmist lengra inn á hraunin.“ Úr úttekt Landgræðslunnar 2012. Hlaup í Skaftá Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Veiðimálastofnun mótmælir því áliti Orkustofnunar að Landgræðslan megi gera allt sem þurfi til að varna landbroti við Skaftá. „Landgræðslan fór fram á það við Orkustofnun að kanna hvort leyfi væru fyrir vatnaveitingum út á Eldhraun úr Skaftá,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Orkustofnun hafi engin slík leyfi fundið. „Þeir klykktu svo út með að Landgræðslan mætti gera allt til að varna landbroti við Skaftá. En við vildum meina að þeir hefðu betur gáð að því hvort það væri leyfi fyrir þessum görðum,“ segir Sigurður og vísar þá til varnargarða sem hindra að vatn fari úr Skaftá út á Eldhraun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa veiðiréttareigendur í Grenlæk stefnt ríkinu og Skaftárhreppi vegna minnkandi veiði sem þeir segja stafa af vatnsskorti á svæðinu vegna varnargarðanna. Þeir voru byggðir fyrst og fremst til að verja þjóðveginn um Eldhraun. Þá þornaði á vatnasvæðinu fyrir neðan og sett voru rör í garðana þannig að eitthvað af vatni nær út á hraunið. „Landgræðslan vill stoppa þetta rennsli af því að jökulvatnið ber með sér aur og kæfir mosa en bændur vilja fá vatn í lækina sína og um þetta hefur verið tekist í nær tuttugu eða þrjátíu ár,“ segir Sigurður sem kveður málið í raun ósköp einfalt. „Svo mikið vitum við í vatnalíffræði að vatnalíf – svo ég tali nú ekki um fisk – þarf vatn. Við horfðum á efri hlutann í Grenlæk þorna alveg upp vorið 1998. Þá fóru allir þeir seiðaárgangar sem voru í ánni. Það bjargaði því að við áttum eitthvað af fullorðnum fiski neðar í læknum sem gat hrygnt ári síðar,“ segir Sigurður. Hann telur að það hljóti að vera til lausn sem allir geta sætt sig við. „Ef þessu er bara lokað eins og Landgræðslan vill gera þá náttúrlega einfaldlega þorna þessir lækir og þá getum við gleymt þeim. Þá drepst allt og það finnst okkur dálítið drastísk aðgerð miðað við að þarna er gríðarleg sjóbirtingsveiði. Og Grenlækur er nú einu sinni á Náttúruminjaskrá út af lífríki og fuglalífi.“ Áfok sands á gróið land Horft frá suðurhlíð Kistufells til suðvesturs yfir sandi orpin svæði.Mynd/Landgræðslan Landgræðslan um landrof við Eldhraun „Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á gróðurfari og jarðvegsrofi í Eldhrauni á Út-Síðu, hér eftir nefnt Eldhraun, sérstaklega út frá farvegi Skaftár, meðal annars við Árkvíslar þar sem þær renna niður í Brest, við Skálarál, Blöðku og á fleiri stöðum… …Þessar breytingar má fyrst og fremst rekja til aukins ágangs sands og jökulleirs frá Skaftá, bæði í sumarrennsli og vegna tíðra jökulhlaupa í Skaftá síðustu áratugi og einnig vegna vatnaveitinga út á Eldhraunið… …Stór svæði eru komin meira og minna á kaf í sand og leir, sérstaklega þar sem vatn flæðir yfir í Skaftárhlaupum og þegar mikið rennsli er síðsumars í Skaftá… …Ekkert bendir til að þessi þróun breytist því auk þess gífurlega magns af sandi og leir sem nú er á svæðinu þá bætist sífellt meira við með framburði Skaftár. Magn fokefna inni á hraununum eykst því eftir því sem Skaftá hleður meira undir sig og flæmist lengra inn á hraunin.“ Úr úttekt Landgræðslunnar 2012.
Hlaup í Skaftá Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent