A-Evrópa tekur við keflinu af Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Sigtryggur Baldursson segir að viðbrögðin sem íslensku hljómsveitirnar fengu hafi verið sérlega góð. Vísir/Arnþór „Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“ Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“
Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira