Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Sara McMahon skrifar 20. janúar 2015 07:00 Það er ýmislegt skrýtið sem gerist þegar maður eldist; Maður gránar, vitið þroskast, margvíslegir áður óþekktir verkir fara að gera vart við sig hér og þar í líkamanum og maður uppgötvar að maður er farinn að líkjast foreldrum sínum æ meira. Ómeðvitað virðist maður hafa tileinkað sér siði og takta foreldra sinna, og jafnvel foreldra foreldra sinna, líkt og ég komst nýlega að. Ég virðist nefnilega hafa helgað mér þann sið ömmu minnar að geyma notaða gjafaborða og -pappír. Það eru ekki nema nokkur ár síðan mér þótti þessi söfnunarárátta ömmu minnar heldur merkileg. Ég man eftir einu skipti þegar ég heimsótti hana á elliheimilið á afmælisdegi hennar. Ég hafði keypt handa henni stóran vönd af túlípönum sem blómasalinn hafði vafið fallega inn í gjafapappír og skreytt með litríkum borðum. Amma þakkaði mér fyrir vöndinn og þegar blómin voru komin í vatn hóf hún að jafna úr sellófaninu og braut það svo fallega saman. Borðana vafði hún í nettan hnykil og því næst stakk hún hvoru tveggja ofan í skúffu. Á þessum árum var amma hætt að gefa fólki gjafir og því lítil ástæða fyrir hana að geyma umbúðirnar. Ég bauðst því til að henda sellófaninu og bandinu í ruslið fyrir hana, en amma leit aftur hissa á mig og sagði svo ástúðlega á móðurmálinu: „Sara mín, dom som sparar, dom har,“ sem mætti þýða sem „þeir eiga sem spara“. Skemmst er frá því að segja að nú, nokkrum árum síðar, er ég sjálf farin að geyma gjafapappír og -borða í litlum skókassa inni í skáp. Þetta á ég svo tilbúið til notkunar þegar ég þarf að fara í afmæli eða gefa fæðingargjafir, því eins og amma sagði: Þeir eiga sem spara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Það er ýmislegt skrýtið sem gerist þegar maður eldist; Maður gránar, vitið þroskast, margvíslegir áður óþekktir verkir fara að gera vart við sig hér og þar í líkamanum og maður uppgötvar að maður er farinn að líkjast foreldrum sínum æ meira. Ómeðvitað virðist maður hafa tileinkað sér siði og takta foreldra sinna, og jafnvel foreldra foreldra sinna, líkt og ég komst nýlega að. Ég virðist nefnilega hafa helgað mér þann sið ömmu minnar að geyma notaða gjafaborða og -pappír. Það eru ekki nema nokkur ár síðan mér þótti þessi söfnunarárátta ömmu minnar heldur merkileg. Ég man eftir einu skipti þegar ég heimsótti hana á elliheimilið á afmælisdegi hennar. Ég hafði keypt handa henni stóran vönd af túlípönum sem blómasalinn hafði vafið fallega inn í gjafapappír og skreytt með litríkum borðum. Amma þakkaði mér fyrir vöndinn og þegar blómin voru komin í vatn hóf hún að jafna úr sellófaninu og braut það svo fallega saman. Borðana vafði hún í nettan hnykil og því næst stakk hún hvoru tveggja ofan í skúffu. Á þessum árum var amma hætt að gefa fólki gjafir og því lítil ástæða fyrir hana að geyma umbúðirnar. Ég bauðst því til að henda sellófaninu og bandinu í ruslið fyrir hana, en amma leit aftur hissa á mig og sagði svo ástúðlega á móðurmálinu: „Sara mín, dom som sparar, dom har,“ sem mætti þýða sem „þeir eiga sem spara“. Skemmst er frá því að segja að nú, nokkrum árum síðar, er ég sjálf farin að geyma gjafapappír og -borða í litlum skókassa inni í skáp. Þetta á ég svo tilbúið til notkunar þegar ég þarf að fara í afmæli eða gefa fæðingargjafir, því eins og amma sagði: Þeir eiga sem spara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun