Fjalla um hönnun og arkitektúr Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:00 Vefsíðan fjallar um hönnun og arkitektúr og leggur áherslu á íslenska hönnun. Vísir/GVA „Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur. Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur.
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira