Bjarni á þrjá kosti Sigurjón M Egilsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Bjarni Benediktsson stendur frammi fyrir stórri ákvörðun. Samþykki hann að lögð verði fram tillaga um að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu og að Alþingi samþykki hana er það Bjarna að lægja öldurnar sem rísa samhliða slíkri samþykkt Alþingis. Bjarni, sem og aðrir þeir frambjóðendur sem leiddu lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013, lofuðu að viðræðum yrði ekki hætt án þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Bjarni býst við að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tvo af helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokks greinir á í málinu og það munar um minna. Því eru átök fram undan í Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar. Þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagði í þættinum Sprengisandi: „Þetta mál skiptir í augnablikinu ekki svo miklu máli að það eigi að stofna umræðu, hvorki í Sjálfstæðisflokknum á meðal sjálfstæðra Evrópusinna, né heldur á meðal þjóðarinnar, í það uppnám sem ég tel að slík tillaga myndi valda. Ég minni á að allir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum sögðu fyrir kosningar 2013 að það yrðu ekki slit á viðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sagði það sjálf þá og við það mun ég standa.“ „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu,“ sagði Bjarni á Alþingi. Minna er horft til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í þessu máli. Afstaða hans og hans flokks er skýr. Svo er ekki með Sjálfstæðisflokkinn. Fleiri tala á sömu lund og Ragnheiður þingflokksformaður. Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sagði við Fréttablaðið að hætti Ísland við umsóknina komi upp ný staða. Hyggist Íslendingar síðar sækja um aðild þarf að hefja allt ferlið að nýju. Þarna liggur mesta alvara málsins. Sé mið tekið af allri forsögu málsins, orðum manna og athöfnum er vægast sagt erfitt að trúa að Bjarni Benediktsson kjósi að vera örlagavaldurinn í útilokun framhaldsviðræðna í nánustu framtíð. Bjarni Benediktsson á þrjá kosti í stöðunni. Að fara að vilja Framsóknarflokksins og gömlu valdhafa Sjálfstæðisflokksins og slíta viðræðunum, að ýta á að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp af alvöru og svo að láta hvort tveggja ógert. Vekja ekki sofandi mál. Langflestir sættast á þær málalyktir þann tíma sem lifir af kjörtímabilinu. Fyrir ári var sams konar tillaga lögð fram á Alþingi. Fjöldi mótmælti ítrekað á Austurvelli. Meira að segja fólk sem ekki vill að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Fólki fannst vont að stjórnmálamenn stæðu ekki við kosningaloforðin. Trúlegast er að fólkið sem mótmælti þá, og hrakti tillögu síðasta árs til baka, sé enn sömu skoðunar. Ef fer sem horfir stefnir í átök milli meirihluta stjórnarþingmanna og kjósenda. Þau átök verða væntanlega háð á Austurvelli. Trúlegast þarf ekki að spyrja að leikslokum. Á síðasta ári var barist um það sama. Öll vitum við hvernig fór og eflaust óþarft að spyrja hver leikslokin verða nú. Sá á kvölina, sem á völina, og það veit Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun
Bjarni Benediktsson stendur frammi fyrir stórri ákvörðun. Samþykki hann að lögð verði fram tillaga um að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu og að Alþingi samþykki hana er það Bjarna að lægja öldurnar sem rísa samhliða slíkri samþykkt Alþingis. Bjarni, sem og aðrir þeir frambjóðendur sem leiddu lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013, lofuðu að viðræðum yrði ekki hætt án þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Bjarni býst við að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tvo af helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokks greinir á í málinu og það munar um minna. Því eru átök fram undan í Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar. Þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagði í þættinum Sprengisandi: „Þetta mál skiptir í augnablikinu ekki svo miklu máli að það eigi að stofna umræðu, hvorki í Sjálfstæðisflokknum á meðal sjálfstæðra Evrópusinna, né heldur á meðal þjóðarinnar, í það uppnám sem ég tel að slík tillaga myndi valda. Ég minni á að allir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum sögðu fyrir kosningar 2013 að það yrðu ekki slit á viðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sagði það sjálf þá og við það mun ég standa.“ „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu,“ sagði Bjarni á Alþingi. Minna er horft til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í þessu máli. Afstaða hans og hans flokks er skýr. Svo er ekki með Sjálfstæðisflokkinn. Fleiri tala á sömu lund og Ragnheiður þingflokksformaður. Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sagði við Fréttablaðið að hætti Ísland við umsóknina komi upp ný staða. Hyggist Íslendingar síðar sækja um aðild þarf að hefja allt ferlið að nýju. Þarna liggur mesta alvara málsins. Sé mið tekið af allri forsögu málsins, orðum manna og athöfnum er vægast sagt erfitt að trúa að Bjarni Benediktsson kjósi að vera örlagavaldurinn í útilokun framhaldsviðræðna í nánustu framtíð. Bjarni Benediktsson á þrjá kosti í stöðunni. Að fara að vilja Framsóknarflokksins og gömlu valdhafa Sjálfstæðisflokksins og slíta viðræðunum, að ýta á að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp af alvöru og svo að láta hvort tveggja ógert. Vekja ekki sofandi mál. Langflestir sættast á þær málalyktir þann tíma sem lifir af kjörtímabilinu. Fyrir ári var sams konar tillaga lögð fram á Alþingi. Fjöldi mótmælti ítrekað á Austurvelli. Meira að segja fólk sem ekki vill að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Fólki fannst vont að stjórnmálamenn stæðu ekki við kosningaloforðin. Trúlegast er að fólkið sem mótmælti þá, og hrakti tillögu síðasta árs til baka, sé enn sömu skoðunar. Ef fer sem horfir stefnir í átök milli meirihluta stjórnarþingmanna og kjósenda. Þau átök verða væntanlega háð á Austurvelli. Trúlegast þarf ekki að spyrja að leikslokum. Á síðasta ári var barist um það sama. Öll vitum við hvernig fór og eflaust óþarft að spyrja hver leikslokin verða nú. Sá á kvölina, sem á völina, og það veit Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun