Menning

Bjarnakvöld í Reykholtskirkju

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bjarni Guðráðsson hefur ugglaust frá ýmsu að segja.
Bjarni Guðráðsson hefur ugglaust frá ýmsu að segja.
Löng og farsæl saga hljóðfæra og tónlistar í Reykholtskirkju í Borgarnesi verður rakin í fyrirlestri sem Bjarni Guðráðsson heldur í Reykholtskirkju á þriðjudagskvöld og hefst klukkan 20.30.

Bjarni starfarði lengi sem organisti og söngstjóri í kirkjunni, auk þess að starfa ötullega að uppbyggingu í Reykholti síðustu áratugi. Þar ber hæst bygging Reykholtskirkju-Snorrastofu sem fært hefur staðnum virðuleik og reisn og verið viðspyrna á tímum erfiðra breytinga eftir að skólahaldi lauk í Reykholtsskóla.



Bjarni er dóttursonur Bjarna Bjarnasonar á Skáney (1884-1979), sem gerði garðinn frægan við orgelleik og söngstjórn. Því starfi sinnti hann í Reykholtskirkju og víðar um Borgarfjarðarhérað frá unga aldri fram undir nírætt.

Þess má vænta að afkomandi hans, Bjarni í Nesi hafi frá ýmsu að segja.

Á dögunum varð Bjarni áttræður og af því tilefni bjóða Snorrastofa og Reykholtskirkja gestum á Bjarnakvöldi til kaffiveitinga í safnaðar- og sýningarsal Reykholtskirkju-Snorrastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×