Brandararnir fá fólk til þess að hugsa Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:30 Noom Diawara og Medi Sadoun eru góðir félagar og skemmtu sér vel við tökur myndarinnar. Vísir/Ernir Opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar er myndin Qu‘est-ce qu‘on a fait au Bon Dieu? eða Ömurlegt brúðkaup sem Philippe de Chauveron leikstýrði. Tveir af aðalleikurum myndarinnar, Noom Diawara og Medi Sadoun, eru staddir hér á landi í tilefni af hátíðinni. „Maður vaknar klukkan tíu og það er enn þá dimmt úti, það er yndislegt. En það er bara af því að mér finnst gott að sofa,“ segir Sadoun hlæjandi þegar hann er spurður hinnar klassísku spurningar um hvernig þeim félögum lítist á landið. „Við komum bara hingað í fyrradag, en við munum prufa hákarlinn,“ bætir Diawara spenntur við. Ömurlegt brúðkaup hefur átt miklum vinsældum að fagna í heimalandi sínu og um tólf milljónir hafa séð myndina sem fjallar um Verneuli-hjónin, fjórar dætur þeirra og jafnmarga tengdasyni. Hjónin eru vel stæð, vel menntuð og kaþólsk. Þeirra heitasti draumur er að dætur þeirra giftist kaþólikkum en þrjár þeirra eru þegar giftar mönnum af ólíkum uppruna og með ólíkar trúarskoðanir. Þau binda því allar sínar vonir við yngstu dótturina. Þegar hún tilkynnir þeim að hún sé trúlofuð kaþólikka eru hjónin í skýjunum en þurfa fljótlega að horfast í augu við og takast á við fordóma sína. Í myndinni er gert stólpagrín að fordómum og skilaboðin eru skýr. „Raunverulegt viðfangsefni myndarinnar er að burtséð frá því hversu ólík við erum þá getum við öll lifað saman í sátt og samlyndi. En það verða að vera einhverjir brandarar, sérstaklega af því að fólk vill ekki láta sér líða eins og það sé verið að predika yfir því. Ef þú segir það í gegnum brandara þá skilur fólk það. Og þá sér fólk hvað það getur verið vitlaust stundum,“ segir Diawara hlæjandi og bætir við: „Og hugsar með sér: ég geri líka svona vitleysu, kannski þarf ég að breytast? Og svo breytist það kannski eitthvað smá.“ Tökur myndarinnar stóðu yfir í um tvo mánuði og þeir segja það hafa verið skemmtilegan tíma sem einkenndist af hlátri. „Við þekktumst aðeins fyrir og þetta voru tveir mánuðir af tökum, hlátri og vinskap,“ segir Diawara og bætir við að eftir að tökum lauk séu þeir í miklu sambandi, hringist á og hittist oft. Sadoun tekur í sama streng og segir að þegar svo góð orka og vinátta verði til skili það sér í gæðum myndarinnar. Í næsta mánuði hefur hann tökur á nýrri mynd en mótleikari hans er enginn annar er franski stórleikarinn Gerard Depardieu. Diawara, sem er einnig uppistandari, hefur nýlega lokið við að skrifa nýtt uppistand og er einnig með gamanmynd í bígerð. „Fólk þarf að hlæja. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Fara aðeins frá veruleikanum. Þú kemur í bíó og í einn og hálfan tíma gleymir þú öllum vandamálum þínum og ferð heim léttur og frjáls,“ segi Diawara og Sadoun bætir við: „Hláturinn er besta meðalið.“ Franska kvikmyndahátíðin fer nú fram í fimmtánda sinn hérlendis og stendur yfir til 2. febrúar. Dagskrá hennar er hægt að nálgast á vefsíðunni Fff-is.com. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar er myndin Qu‘est-ce qu‘on a fait au Bon Dieu? eða Ömurlegt brúðkaup sem Philippe de Chauveron leikstýrði. Tveir af aðalleikurum myndarinnar, Noom Diawara og Medi Sadoun, eru staddir hér á landi í tilefni af hátíðinni. „Maður vaknar klukkan tíu og það er enn þá dimmt úti, það er yndislegt. En það er bara af því að mér finnst gott að sofa,“ segir Sadoun hlæjandi þegar hann er spurður hinnar klassísku spurningar um hvernig þeim félögum lítist á landið. „Við komum bara hingað í fyrradag, en við munum prufa hákarlinn,“ bætir Diawara spenntur við. Ömurlegt brúðkaup hefur átt miklum vinsældum að fagna í heimalandi sínu og um tólf milljónir hafa séð myndina sem fjallar um Verneuli-hjónin, fjórar dætur þeirra og jafnmarga tengdasyni. Hjónin eru vel stæð, vel menntuð og kaþólsk. Þeirra heitasti draumur er að dætur þeirra giftist kaþólikkum en þrjár þeirra eru þegar giftar mönnum af ólíkum uppruna og með ólíkar trúarskoðanir. Þau binda því allar sínar vonir við yngstu dótturina. Þegar hún tilkynnir þeim að hún sé trúlofuð kaþólikka eru hjónin í skýjunum en þurfa fljótlega að horfast í augu við og takast á við fordóma sína. Í myndinni er gert stólpagrín að fordómum og skilaboðin eru skýr. „Raunverulegt viðfangsefni myndarinnar er að burtséð frá því hversu ólík við erum þá getum við öll lifað saman í sátt og samlyndi. En það verða að vera einhverjir brandarar, sérstaklega af því að fólk vill ekki láta sér líða eins og það sé verið að predika yfir því. Ef þú segir það í gegnum brandara þá skilur fólk það. Og þá sér fólk hvað það getur verið vitlaust stundum,“ segir Diawara hlæjandi og bætir við: „Og hugsar með sér: ég geri líka svona vitleysu, kannski þarf ég að breytast? Og svo breytist það kannski eitthvað smá.“ Tökur myndarinnar stóðu yfir í um tvo mánuði og þeir segja það hafa verið skemmtilegan tíma sem einkenndist af hlátri. „Við þekktumst aðeins fyrir og þetta voru tveir mánuðir af tökum, hlátri og vinskap,“ segir Diawara og bætir við að eftir að tökum lauk séu þeir í miklu sambandi, hringist á og hittist oft. Sadoun tekur í sama streng og segir að þegar svo góð orka og vinátta verði til skili það sér í gæðum myndarinnar. Í næsta mánuði hefur hann tökur á nýrri mynd en mótleikari hans er enginn annar er franski stórleikarinn Gerard Depardieu. Diawara, sem er einnig uppistandari, hefur nýlega lokið við að skrifa nýtt uppistand og er einnig með gamanmynd í bígerð. „Fólk þarf að hlæja. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Fara aðeins frá veruleikanum. Þú kemur í bíó og í einn og hálfan tíma gleymir þú öllum vandamálum þínum og ferð heim léttur og frjáls,“ segi Diawara og Sadoun bætir við: „Hláturinn er besta meðalið.“ Franska kvikmyndahátíðin fer nú fram í fimmtánda sinn hérlendis og stendur yfir til 2. febrúar. Dagskrá hennar er hægt að nálgast á vefsíðunni Fff-is.com.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira