Menning

Áskorun að vinna með annarra líf

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 „Ég velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi hafa áhrif á frásögnina,“ segir Erla Hulda.
„Ég velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi hafa áhrif á frásögnina,“ segir Erla Hulda. Vísir/Stefán
„Efnið snýst um hugarangur sagnfræðingsins, hvernig best sé að vinna með heimildir og hvernig eigi að skrifa ævisögu,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um hádegisfyrirlestur sem hún flytur í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin er: Ferð til fortíðar og sagnfræðingurinn í verki sínu.

Erla Hulda vinnur sjálf að sögulegri ævisögu látinnar konu, Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871), og er því að taka þá reynslu út á sjálfri sér sem hún er að lýsa í fyrirlestrinum.

„Ég er að vinna með ákveðnar heimildir og fortíð og velti fyrir mér hversu miklar tilfinningar megi flæða og hafa áhrif á frásögnina, hvort höfundurinn megi stíga sjálfur inn í söguna í fyrstu persónu eða hvort allt eigi að vera hlutlaus frásögn.

Í raun er um ævisögulegan þríhyrning að ræða þar sem eru höfundurinn, sögupersónan og lesendurnir. Það er áskorun að vinna með annarra líf og finna út hvers konar frásögn passar. Höfundur verður alltaf að hugsa um hvað fólk vill lesa.“

Þetta er fyrsti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í röð á vormisseri. Hann hefst klukkan 12.05 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×