Góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár Magnús Guðmundsson skrifar 27. janúar 2015 14:30 Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar Myrkra músíkdaga, segir hana afar fjölbreytta og spennandi á afmælisárinu. Vísir/GVA Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1980 og er því með eldri tónlistarhátíðum landsins. Á þessum 35 árum hefur hátíðin vaxin jafnt og þétt og hróður hennar borist víða. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og bendir á að hátíðin standi á tímamótum að þessu sinni. „Tónskáldafélag Íslands hefur frá fyrstu tíð verið bakhjarl hátíðarinnar og það merka félag er 70 ára í ár og þar með löggilt gamalmenni. En Myrkir músíkdagar hafa alltaf haft þá sérstöðu að vera grasrót og vettvangur mikils tilraunastarfs. „Við reynum ætíð að frumflytja mikið af nýjum verkum og erum vettvangur fyrir tónskáld sem vilja fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu í því sem þau eru að gera. Yngri kynslóðin hverju sinni er alltaf öflug á Myrkum músíkdögum og við höfum verið með allt að fimm kynslóðir sem þátttakendur í hátíðinni hverju sinni.“ Hátíðin er helsti vettvangur nútímatónlistar og sem slík ákveðin heimild um það sem er efst á baugi hverju sinni. „Við höfum alltaf litið á það sem mikilvægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla samtímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að skrásetja það sem flutt er á hátíðinni og það helsta sem þar fer fram.“ Aðsóknin að Myrkum músíkdögum hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og einnig hefur áhugi erlendra aðila vaxið á liðnum árum. „Þessi áhugi erlendis frá er í raun ekki nýtilkominn en hann hefur þó verið vaxandi síðustu ár. BBC hefur útvarpað frá tónleikum á vegum hátíðarinnar, það hefur verið fjallað um okkur í virtum miðlum á borð við The Times og Guardian svo eitthvað sé nefnt. Það þykir sérstakt að svona lítið land sé með svona stóra hátíð sem gefur í raun sambærilegum hátíðum víða um heim ekkert eftir. Ég held að ástæðan sé að miklu leyti landfræðileg þar sem við njótum þess að vera mitt á milli austurs og vesturs og hingað streyma áhrif frá báðum álfum. Svo erum við einfaldlega frekar nýjungagjörn og opin fyrir því sem er í kringum okkur.“ Þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð vekur aukið hlutfall kvenna ákveðna athygli. „Já, þetta er afskaplega ánægjulegt fyrir alla. Það er mikill og góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár. Það endurspeglar líka þá staðreynd að hlutfall kvenna í Tónskáldafélagi Íslands er með því hæsta sem gerist í slíkum félögum í heiminum. Hvað varðar staka viðburði þá er einfaldlega of langt mál að fara að tíunda þá hér en fjölbreytnin er mikil. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst á netinu enda eigum við von á rífandi aðsókn. Hátíðin fer öll fram í Hörpu og þetta hús er gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og hátíð sem þessa.“ Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1980 og er því með eldri tónlistarhátíðum landsins. Á þessum 35 árum hefur hátíðin vaxin jafnt og þétt og hróður hennar borist víða. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og bendir á að hátíðin standi á tímamótum að þessu sinni. „Tónskáldafélag Íslands hefur frá fyrstu tíð verið bakhjarl hátíðarinnar og það merka félag er 70 ára í ár og þar með löggilt gamalmenni. En Myrkir músíkdagar hafa alltaf haft þá sérstöðu að vera grasrót og vettvangur mikils tilraunastarfs. „Við reynum ætíð að frumflytja mikið af nýjum verkum og erum vettvangur fyrir tónskáld sem vilja fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu í því sem þau eru að gera. Yngri kynslóðin hverju sinni er alltaf öflug á Myrkum músíkdögum og við höfum verið með allt að fimm kynslóðir sem þátttakendur í hátíðinni hverju sinni.“ Hátíðin er helsti vettvangur nútímatónlistar og sem slík ákveðin heimild um það sem er efst á baugi hverju sinni. „Við höfum alltaf litið á það sem mikilvægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla samtímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að skrásetja það sem flutt er á hátíðinni og það helsta sem þar fer fram.“ Aðsóknin að Myrkum músíkdögum hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og einnig hefur áhugi erlendra aðila vaxið á liðnum árum. „Þessi áhugi erlendis frá er í raun ekki nýtilkominn en hann hefur þó verið vaxandi síðustu ár. BBC hefur útvarpað frá tónleikum á vegum hátíðarinnar, það hefur verið fjallað um okkur í virtum miðlum á borð við The Times og Guardian svo eitthvað sé nefnt. Það þykir sérstakt að svona lítið land sé með svona stóra hátíð sem gefur í raun sambærilegum hátíðum víða um heim ekkert eftir. Ég held að ástæðan sé að miklu leyti landfræðileg þar sem við njótum þess að vera mitt á milli austurs og vesturs og hingað streyma áhrif frá báðum álfum. Svo erum við einfaldlega frekar nýjungagjörn og opin fyrir því sem er í kringum okkur.“ Þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð vekur aukið hlutfall kvenna ákveðna athygli. „Já, þetta er afskaplega ánægjulegt fyrir alla. Það er mikill og góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár. Það endurspeglar líka þá staðreynd að hlutfall kvenna í Tónskáldafélagi Íslands er með því hæsta sem gerist í slíkum félögum í heiminum. Hvað varðar staka viðburði þá er einfaldlega of langt mál að fara að tíunda þá hér en fjölbreytnin er mikil. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst á netinu enda eigum við von á rífandi aðsókn. Hátíðin fer öll fram í Hörpu og þetta hús er gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og hátíð sem þessa.“
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp