Safngestum fjölgar ört Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 13:00 „Því meira framboð af menningu og listum því meira eykst eftirspurnin,“ segir Halldór Björn. Vísir//Ernir „Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira