Kaleo tekur upp tónlist í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. febrúar 2015 09:57 Hljómsveitin Kaleo vinnur með þekktum upptökustjóra í London. Mynd/Baldvin Vernharðsson Hljómsveitin Kaleo er þessa dagana stödd í hljóðveri í London, þar sem hún er í upptökum. Sveitin vinnur þar með breska upptökustjóranum Mike Crossey. „Við erum að prófa að vinna með Crossey og sjáum svo hvað kemur út úr því. Þetta er mikill fagmaður og við hlökkum til samstarfsins,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Crossey hefur unnið með hljómsveitum á borð við Arctic Monkeys, Keane, The Kooks og Razorlight, svo nokkrar séu nefndar. Kaleo verður í London í nokkrar vikur í upptökum en fer svo vestur um haf, nánar tiltekið til Austin í Texas. „Við spilum á tónleikum í Austin um miðjan febrúar eða seinni hluta febrúar. Við verðum með eins konar búsetu í Austin en verðum líka mikið á ferðinni á næstunni, geri ég ráð fyrir,“ útskýrir Jökull. Sveitin mun líklega koma fram á fleiri tónleikum í Bandaríkjunum í kjölfarið. Kaleo skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records fyrir skömmu og verður tónlist hljómsveitarinnar gefin út á heimsvísu. Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo er þessa dagana stödd í hljóðveri í London, þar sem hún er í upptökum. Sveitin vinnur þar með breska upptökustjóranum Mike Crossey. „Við erum að prófa að vinna með Crossey og sjáum svo hvað kemur út úr því. Þetta er mikill fagmaður og við hlökkum til samstarfsins,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Crossey hefur unnið með hljómsveitum á borð við Arctic Monkeys, Keane, The Kooks og Razorlight, svo nokkrar séu nefndar. Kaleo verður í London í nokkrar vikur í upptökum en fer svo vestur um haf, nánar tiltekið til Austin í Texas. „Við spilum á tónleikum í Austin um miðjan febrúar eða seinni hluta febrúar. Við verðum með eins konar búsetu í Austin en verðum líka mikið á ferðinni á næstunni, geri ég ráð fyrir,“ útskýrir Jökull. Sveitin mun líklega koma fram á fleiri tónleikum í Bandaríkjunum í kjölfarið. Kaleo skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records fyrir skömmu og verður tónlist hljómsveitarinnar gefin út á heimsvísu.
Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira