Menning

Mamman og börnin sýna saman

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Þetta er fyrsta sýning okkar saman,“ segir Kristín sem hér er með Guðrúnu og Matthíasi en Arngrímur var stunginn af til útlanda.
„Þetta er fyrsta sýning okkar saman,“ segir Kristín sem hér er með Guðrúnu og Matthíasi en Arngrímur var stunginn af til útlanda. Vísir/Stefán
„Þetta er fyrsta sýning okkar saman og var bara til gamans gerð,“ segir Kristín Arngrímsdóttir, myndlistarkona og rithöfundur, um listsýningu sína og barna sinna þriggja, Guðrúnar Steingrímsdóttur og Arngríms og Matthíasar Rúnars Sigurðssona.

Sýningin er í Galleríi Vest á Hagamel 67 og verður opin að minnsta kosti út næstu viku. Þar eru bæði teikningar og málverk eftir fjölskylduna.

Kristín á nokkrar einkasýningar að baki og margar samsýningar með öðrum. Hún hefur bæði skrifað og myndskreytt barnabækur, meðal annars bækurnar um Arngrím apaskott og Meistaraköttinn Matthías. Nú er hún með krítarteikningar.

Greinilegt er að listin gengur í erfðir. Guðrún er að sýna í fyrsta sinn en bræðurnir hafa alloft sýnt saman, bæði meðan þeir voru í Listaháskólanum og eftir að þeir útskrifuðust. Arngrímur gaf nýlega út bókina Duldýrasafnið og myndir hans á sýningunni eru úr því safni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×