Gæti unnið til BAFTA á sunnudaginn Freyr Bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 11:00 Leikarinn Stephen Fry verður kynnir BAFTA-hátíðarinnar í London í tíunda sinn á sunnudaginn. Vísir/Getty Stærstu nöfnin í Hollywood verða á meðal gesta á hinni árlegu bresku BAFTA-verðlaunahátíð sem verður haldin í 68. sinn í London á sunnudaginn. Hátíðin fer fram í Royal Opera House í Covent Garden og á meðal þeirra sem ganga eftir rauða dreglinum verða Benedict Cumberbatch, Reese Witherspoon, Eddie Redmayne, Julianne Moore, Ralph Fiennes og Michael Keaton. Einnig verður á hátíðinni Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir tónlistina í The Theory Of Everything sem fjallar um vísindamanninn Stephen Hawking. Stutt er síðan Jóhann vann Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina fyrstur Íslendinga, auk þess sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar. Á BAFTA-hátíðinni mun Jóhann etja kappi við Antonio Sanchez fyrir tónlistina í Birdman, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Mica Levi fyrir Under the Skin. Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn og hlakkar hann mikið til. „Að vera kynnir á kvikmyndaverðlaununum hefur alltaf verið hápunktur ársins hjá mér,“ sagði hinn nýgifti leikari. „Að aðstoða akademíuna við að kynna kvikmyndagerð og hvetja fólk til að fara í bíó skiptir mig miklu máli.“ Auk þess að verðlauna fyrir kvikmyndir eru BAFTA-verðlaunin einnig veitt fyrir afrek í sjónvarpi og tölvuleikjum. Hljómsveitin Kasabian stígur á svið á hátíðinni og sagði gítarleikarinn Sergio Pizzorino í samtali við blaðið Daily Mail að það væri „gríðarlegur heiður“ að fá að opna hátíðina. Lofaði hann eftirminnilegri frammistöðu.Jóhann Jóhannsson gæti bæst í hóp þeirra Íslendinga sem hafa hlotið BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyGamanmyndin The Grand Budapest Hotel hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna, eða ellefu talsins, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Ralph Fiennes. The Theory Of Everything hlaut tíu tilnefningar, þar á meðal í fjórum stærstu flokkunum. Birdman fékk einnig tíu tilnefningar en The Imitation Game fékk níu, þar á meðal fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki, Keiru Knightley. Leikstjórinn Mike Leigh, sem var heiðursgestur RIFF-hátíðarinnar hér á landi í fyrra, fær heiðursverðlaunin BAFTA-Fellowship og kemst þá í hóp með ekki ómerkara fólki en Helen Mirren, Alfred Hitchcock og Steven Spielberg. Eftir að athöfninni lýkur á sunnudaginn mun hljómsveitin Molotov Jukebox leika fyrir dansi í eftirpartíi á hótelinu Grosvenor House. Íslendingar og BAFTA-verðlaunin2014: Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.2012: Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í Skotlandi fyrir myndina No More Shall We Part.2006: Latibær hlaut BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið.2005: Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind. BAFTA Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stærstu nöfnin í Hollywood verða á meðal gesta á hinni árlegu bresku BAFTA-verðlaunahátíð sem verður haldin í 68. sinn í London á sunnudaginn. Hátíðin fer fram í Royal Opera House í Covent Garden og á meðal þeirra sem ganga eftir rauða dreglinum verða Benedict Cumberbatch, Reese Witherspoon, Eddie Redmayne, Julianne Moore, Ralph Fiennes og Michael Keaton. Einnig verður á hátíðinni Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir tónlistina í The Theory Of Everything sem fjallar um vísindamanninn Stephen Hawking. Stutt er síðan Jóhann vann Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina fyrstur Íslendinga, auk þess sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar. Á BAFTA-hátíðinni mun Jóhann etja kappi við Antonio Sanchez fyrir tónlistina í Birdman, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Mica Levi fyrir Under the Skin. Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn og hlakkar hann mikið til. „Að vera kynnir á kvikmyndaverðlaununum hefur alltaf verið hápunktur ársins hjá mér,“ sagði hinn nýgifti leikari. „Að aðstoða akademíuna við að kynna kvikmyndagerð og hvetja fólk til að fara í bíó skiptir mig miklu máli.“ Auk þess að verðlauna fyrir kvikmyndir eru BAFTA-verðlaunin einnig veitt fyrir afrek í sjónvarpi og tölvuleikjum. Hljómsveitin Kasabian stígur á svið á hátíðinni og sagði gítarleikarinn Sergio Pizzorino í samtali við blaðið Daily Mail að það væri „gríðarlegur heiður“ að fá að opna hátíðina. Lofaði hann eftirminnilegri frammistöðu.Jóhann Jóhannsson gæti bæst í hóp þeirra Íslendinga sem hafa hlotið BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyGamanmyndin The Grand Budapest Hotel hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna, eða ellefu talsins, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Ralph Fiennes. The Theory Of Everything hlaut tíu tilnefningar, þar á meðal í fjórum stærstu flokkunum. Birdman fékk einnig tíu tilnefningar en The Imitation Game fékk níu, þar á meðal fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki, Keiru Knightley. Leikstjórinn Mike Leigh, sem var heiðursgestur RIFF-hátíðarinnar hér á landi í fyrra, fær heiðursverðlaunin BAFTA-Fellowship og kemst þá í hóp með ekki ómerkara fólki en Helen Mirren, Alfred Hitchcock og Steven Spielberg. Eftir að athöfninni lýkur á sunnudaginn mun hljómsveitin Molotov Jukebox leika fyrir dansi í eftirpartíi á hótelinu Grosvenor House. Íslendingar og BAFTA-verðlaunin2014: Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.2012: Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í Skotlandi fyrir myndina No More Shall We Part.2006: Latibær hlaut BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið.2005: Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind.
BAFTA Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira