Menning

Spila á básúnu og píanó

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera flutti til Íslands fyrir tæpum tveimur árum.
Básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera flutti til Íslands fyrir tæpum tveimur árum.
Carlos Caro Aguilera básúnuleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari spila í Kaldalóni í Hörpu sunnudaginn, 6. febrúar, kl. 16. Tónleikarnir tilheyra röðinni Tónsnillingar morgundagsins.

Á efnisskránni eru verk eftir Sulek, Saint-Saens, Guilmant, Hindemith og Reiche.

Carlos Aguilera er spánskur en flutti til Íslands í júlí 2013 og starfar sem básúnukennari hjá Skólahljómsveit Kópavogs og Ástríður Alda leikur með kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveitinni Fimm í tangó. Hún hefur gefið út sólóplötuna CHOPIN 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.