Þarf líklega að drekka aðeins meira latte Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 12:30 "Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar!“ segir Daði léttur. Vísir/Stefán Útvarpið er hátt stillt á vinnustofunni hjá Daða Guðbjörnssyni listmálara, hann er að hlusta á tónleika frá Myrkum músíkdögum. „Hluti af því að vera í þessum bransa er að fylgjast með því sem verið er að gera,“ segir hann. „Þannig fær maður inspírasjón og nútímatónlist getur verið stórskemmtileg.“ Hann er í óða önn að taka til ný vatnslitaverk til hengja upp á Mokka við Skólavörðustíg, þar opnar hann sýningu í dag. „Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðsins,“ segir hann og kveðst sjálfur koma þangað ansi oft að hitta félagana. „Þetta er næstum eins og að sýna á kaffistofu vinnustaðar síns,“ segir hann glaðlega. Stundum kveðst Daði sitja á Mokka með einum kennara sínum úr barnaskóla, Hafsteini Austmann. „Hafsteinn er eiginlega Íslandsmeistarinn í Akureyrartækninni í vatnslitun sem er þannig að hvíti liturinn er alltaf pappírinn sjálfur. Það er ekki eins og í olíunni þar sem endalaust er málað yfir og lagað, heldur þarf maður að sjást fyrir og vera heppinn. Í myndlist verður samt auðvitað alltaf að vera eitthvað óvænt, helst einhver mistök sem þarf að redda.“ Daði kveðst nota tækni sem Hafsteinn sé þekktur fyrir, hún felist í að þvo myndirnar. „Þegar málað er aftur yfir kemur fínn tónn í bakgrunninn. Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar,“ segir hann hlæjandi og kveðst hafa reynt að ná þessari vatnslitatækni í þrjátíu ár, eiginlega frá því hann byrjaði að mála. Nú telur hann það vera að takast. „Ég geri samt ekki eins stórar myndir og Hafsteinn, enda erum við ólíkir listamenn,“ segir hann. „Þarf líklega að drekka aðeins meira latte áður!“ Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Útvarpið er hátt stillt á vinnustofunni hjá Daða Guðbjörnssyni listmálara, hann er að hlusta á tónleika frá Myrkum músíkdögum. „Hluti af því að vera í þessum bransa er að fylgjast með því sem verið er að gera,“ segir hann. „Þannig fær maður inspírasjón og nútímatónlist getur verið stórskemmtileg.“ Hann er í óða önn að taka til ný vatnslitaverk til hengja upp á Mokka við Skólavörðustíg, þar opnar hann sýningu í dag. „Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðsins,“ segir hann og kveðst sjálfur koma þangað ansi oft að hitta félagana. „Þetta er næstum eins og að sýna á kaffistofu vinnustaðar síns,“ segir hann glaðlega. Stundum kveðst Daði sitja á Mokka með einum kennara sínum úr barnaskóla, Hafsteini Austmann. „Hafsteinn er eiginlega Íslandsmeistarinn í Akureyrartækninni í vatnslitun sem er þannig að hvíti liturinn er alltaf pappírinn sjálfur. Það er ekki eins og í olíunni þar sem endalaust er málað yfir og lagað, heldur þarf maður að sjást fyrir og vera heppinn. Í myndlist verður samt auðvitað alltaf að vera eitthvað óvænt, helst einhver mistök sem þarf að redda.“ Daði kveðst nota tækni sem Hafsteinn sé þekktur fyrir, hún felist í að þvo myndirnar. „Þegar málað er aftur yfir kemur fínn tónn í bakgrunninn. Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar,“ segir hann hlæjandi og kveðst hafa reynt að ná þessari vatnslitatækni í þrjátíu ár, eiginlega frá því hann byrjaði að mála. Nú telur hann það vera að takast. „Ég geri samt ekki eins stórar myndir og Hafsteinn, enda erum við ólíkir listamenn,“ segir hann. „Þarf líklega að drekka aðeins meira latte áður!“
Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira