Okurlandið Ísland Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. febrúar 2015 10:15 Meðan við hrósum okkur af því að hér sé meiri hagvöxtur en í flestum nálægum löndum, verðbólga sé nokkuð undir viðmiðunum og stöðugleiki meiri en við nánast þekkjum, er annað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Stýrivextir hér eru margfalt hærri en í nálægum löndum, löndum sem við viljum og eigum að bera okkur sama við. Fátt er hentugra til samanburðar en verð á peningum. Seðlabanki hvers lands ákveður verð á peningum sinna þjóða. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru þeir hæstu í samanburðinum, eða 4,5 prósent. Og ekki bara það. Þeir eru margfalt hærri en annars staðar. Sem dæmi má nefna að þeir eru 1,25 í Noregi, 0,5 prósent í Bretlandi, 0,05 prósent á evrusvæðinu, núll prósent í Svíþjóð og mínus hálft prósent í Danmörku. Meðal okkar er fólk sem veit fátt verra en Evrópusambandið og stöðu efnahagsmála þar. Samt eru vextirnir hér nítugfalt hærri en stýrivextirnir á evrusvæðinu. Lengi vel voru helstu rök fyrir hærri stýrivöxtum hér þau að sökum hárrar verðbólgu væru vextirnir hér í raun ámóta og í öðrum löndum. Vextirnir voru sem sagt leiðréttir fyrir verðbólgunni. Nú hefur tekist að ná verðbólgunni niður, meðal annars vegna lækkandi olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Þegar það gerist ætti með sömu rökum að vera kjörið tækifæri til að færa okkur nær öðrum löndum einmitt þegar verðbólgan hér hefur snarlækkað. Leyfa okkur að njóta þess. Eða er ekki svo? Nú er bara því miður ekkert að marka lágu verðbólguna okkar og hún gagnast ekki. Þótt háa verðbólgan kallaði á sífellt hærri vexti er ekki unnt að lækka vexti með lægri verðbólgu. Hvers vegna? Peningastefnunefnd Seðlabankans færir þessi rök fyrir ákvörðun sinni: „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin.“ Þetta er gamalkunnugt stef. Það neikvæða hittir okkur strax fyrir en þegar forsendur sýnast jákvæðar og við gætum notið góðs af, kemur alltaf eitthvað í veg fyrir það. Nú er lítt eða ekkert að marka lágu verðbólguna að mati Seðlabankans. Auðvitað skiptir krónan meginmáli í þessu öllu saman. Hún er nú engin heimsmynt, ræfillinn. Haftakróna sem er hvergi gjaldgeng í viðskiptum milli landa. Hún er varla framtíðargjaldmiðill. Krónan er okkur dýr. Ríkisstjórn Íslands hefur einbeittan vilja til að slíta okkar einu hugsanlegu lífstaug frá þessu vandræðaástandi. Ekkert betra býðst en halda samningsmöguleikum við Evrópusambandið lifandi, þar eru stýrivextirnir nú níutíu sinnum lægri en vextirnir að baki krónunni okkar. Það virðist því vera fullkomið óráð að slíta eina strenginn til okkar, jafnvel þótt tæpur sé. Meðan þessu fer fram borgum við margfalt meira fyrir lánin okkar en þegnar annarra landa. Íslenskt verkafólk er miklir eftirbátar félaga sinna á hinum Norðurlöndunum. Kjör hér eru og verða verri en í samanburðarlöndunum og ekkert er í spilunum sem vert er að horfa til. Frekar er vilji til að fækka möguleikunum en auka þá. Áfram verður Ísland okurland því hér er dýrt að búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Meðan við hrósum okkur af því að hér sé meiri hagvöxtur en í flestum nálægum löndum, verðbólga sé nokkuð undir viðmiðunum og stöðugleiki meiri en við nánast þekkjum, er annað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Stýrivextir hér eru margfalt hærri en í nálægum löndum, löndum sem við viljum og eigum að bera okkur sama við. Fátt er hentugra til samanburðar en verð á peningum. Seðlabanki hvers lands ákveður verð á peningum sinna þjóða. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru þeir hæstu í samanburðinum, eða 4,5 prósent. Og ekki bara það. Þeir eru margfalt hærri en annars staðar. Sem dæmi má nefna að þeir eru 1,25 í Noregi, 0,5 prósent í Bretlandi, 0,05 prósent á evrusvæðinu, núll prósent í Svíþjóð og mínus hálft prósent í Danmörku. Meðal okkar er fólk sem veit fátt verra en Evrópusambandið og stöðu efnahagsmála þar. Samt eru vextirnir hér nítugfalt hærri en stýrivextirnir á evrusvæðinu. Lengi vel voru helstu rök fyrir hærri stýrivöxtum hér þau að sökum hárrar verðbólgu væru vextirnir hér í raun ámóta og í öðrum löndum. Vextirnir voru sem sagt leiðréttir fyrir verðbólgunni. Nú hefur tekist að ná verðbólgunni niður, meðal annars vegna lækkandi olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Þegar það gerist ætti með sömu rökum að vera kjörið tækifæri til að færa okkur nær öðrum löndum einmitt þegar verðbólgan hér hefur snarlækkað. Leyfa okkur að njóta þess. Eða er ekki svo? Nú er bara því miður ekkert að marka lágu verðbólguna okkar og hún gagnast ekki. Þótt háa verðbólgan kallaði á sífellt hærri vexti er ekki unnt að lækka vexti með lægri verðbólgu. Hvers vegna? Peningastefnunefnd Seðlabankans færir þessi rök fyrir ákvörðun sinni: „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin.“ Þetta er gamalkunnugt stef. Það neikvæða hittir okkur strax fyrir en þegar forsendur sýnast jákvæðar og við gætum notið góðs af, kemur alltaf eitthvað í veg fyrir það. Nú er lítt eða ekkert að marka lágu verðbólguna að mati Seðlabankans. Auðvitað skiptir krónan meginmáli í þessu öllu saman. Hún er nú engin heimsmynt, ræfillinn. Haftakróna sem er hvergi gjaldgeng í viðskiptum milli landa. Hún er varla framtíðargjaldmiðill. Krónan er okkur dýr. Ríkisstjórn Íslands hefur einbeittan vilja til að slíta okkar einu hugsanlegu lífstaug frá þessu vandræðaástandi. Ekkert betra býðst en halda samningsmöguleikum við Evrópusambandið lifandi, þar eru stýrivextirnir nú níutíu sinnum lægri en vextirnir að baki krónunni okkar. Það virðist því vera fullkomið óráð að slíta eina strenginn til okkar, jafnvel þótt tæpur sé. Meðan þessu fer fram borgum við margfalt meira fyrir lánin okkar en þegnar annarra landa. Íslenskt verkafólk er miklir eftirbátar félaga sinna á hinum Norðurlöndunum. Kjör hér eru og verða verri en í samanburðarlöndunum og ekkert er í spilunum sem vert er að horfa til. Frekar er vilji til að fækka möguleikunum en auka þá. Áfram verður Ísland okurland því hér er dýrt að búa.