Aldrei fór ég suður með breyttu sniði Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin Prins Póló er ein af þeim hljómsveitum sem hefur boðað komu sína á Aldrei fór ég suður. mynd/Matthías árni ingimarsson „Við erum búnir að vera í smá naflaskoðun því það hefur svo margt breyst á þessum tíma. Þetta er tólfta hátíðin,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Fyrirkomulag hátíðarinnar mun breytast í ár miðað við undanfarin ár en aðstandendur hátíðarinnar hafa meðal annars nýtt sér álit tónlistarmanna og gesta sem kynni hafa haft af hátíðinni til þess að betrumbæta hana að öllu leyti. „Að menn séu að koma vestur yfir heila helgi til þess að spila í korter, tuttugu mínútur er ekki alveg málið. Við ætlum að leyfa hljómsveitunum að fá rýmri tíma en þá munu mögulega færri listamenn koma fram,“ segir Mugison. Það hefur tíðkast að hljómsveitir spili ókeypis á hátíðinni en nú vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við listamennina. „Við ætlum að borga einhvers konar málamiðlunarpeninga, svo menn komi nú ekki út í mínus yfir helgina. Í ár verður öllum borgað eitthvað á einhvern hátt. Þetta var öðruvísi þegar við vorum að gera þetta í góðu flippi um páska en nú hefur þetta stækkað svo mikið og breyst.“Mugison kemur fram.vísir/stefánLokað hefur verið fyrir umsóknir til þess að koma fram á hátíðinni en Mugison segir að listinn sé afar langur og líti vel út. „Við erum komnir með of mikið af umsóknum, þannig að umsóknarfresturinn er liðinn. Það er kominn mikill valkvíði í okkur. Við erum svo ótrúlega rík af frábærum listamönnum.“ Dagskráin verður að öllum líkindum styttri á sjálfum tónleikastaðnum svo að fleiri á Ísafirði og nærsveitum fái tækifæri til að bjóða upp á tónlist og aðra skemmtun á kvöldin. „Við hættum líklega í kringum miðnætti í ár. Við viljum leyfa vertum og öðrum að njóta fólksins. Aldrei fór ég suður hefur alltaf verið stórt samfélagsverkefni hjá okkur fyrir vestan en mun snerta samfélagið mun meira í ár en nokkru sinni áður.“ Þá á að reyna að hafa meiri dagskrá yfir daginn og láta bæinn lifna enn meira við að deginum til. „Við höfum verið að hvetja verta og stuðbolta til að reyna að gera meira til dæmis yfir daginn. Sjálf erum við í Aldrei fór ég suður-teyminu að undirbúa stóran fund á laugardeginum þar sem við fáum poppara með örfyrirlestra og ræðum ýmis mál tengt tónlistarheiminum. Svo viljum við láta bæinn lifna enn þá meira við og hafa til dæmis þynnkutónleika sem gætu verið afbragðs lækningarleið fyrir fólk sem glímir við þynnkur,“ segir Mugison og hlær. Þegar hefur verið tryggt að hljómsveitirnar Prins Póló, Pink street boys, Mugison og Hemúllinn komi fram en frekari tíðinda er að vænta úr herbúðum Aldrei fór ég suður á næstu dögum. „Við erum að slá lokahönd á dagskrána og erum mega spennt að kynna Aldrei fór ég suður útgáfu 2.0 fyrir samstarfsfólki, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum landsmönnum. Það eru spennandi tímar í vændum.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum búnir að vera í smá naflaskoðun því það hefur svo margt breyst á þessum tíma. Þetta er tólfta hátíðin,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Fyrirkomulag hátíðarinnar mun breytast í ár miðað við undanfarin ár en aðstandendur hátíðarinnar hafa meðal annars nýtt sér álit tónlistarmanna og gesta sem kynni hafa haft af hátíðinni til þess að betrumbæta hana að öllu leyti. „Að menn séu að koma vestur yfir heila helgi til þess að spila í korter, tuttugu mínútur er ekki alveg málið. Við ætlum að leyfa hljómsveitunum að fá rýmri tíma en þá munu mögulega færri listamenn koma fram,“ segir Mugison. Það hefur tíðkast að hljómsveitir spili ókeypis á hátíðinni en nú vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við listamennina. „Við ætlum að borga einhvers konar málamiðlunarpeninga, svo menn komi nú ekki út í mínus yfir helgina. Í ár verður öllum borgað eitthvað á einhvern hátt. Þetta var öðruvísi þegar við vorum að gera þetta í góðu flippi um páska en nú hefur þetta stækkað svo mikið og breyst.“Mugison kemur fram.vísir/stefánLokað hefur verið fyrir umsóknir til þess að koma fram á hátíðinni en Mugison segir að listinn sé afar langur og líti vel út. „Við erum komnir með of mikið af umsóknum, þannig að umsóknarfresturinn er liðinn. Það er kominn mikill valkvíði í okkur. Við erum svo ótrúlega rík af frábærum listamönnum.“ Dagskráin verður að öllum líkindum styttri á sjálfum tónleikastaðnum svo að fleiri á Ísafirði og nærsveitum fái tækifæri til að bjóða upp á tónlist og aðra skemmtun á kvöldin. „Við hættum líklega í kringum miðnætti í ár. Við viljum leyfa vertum og öðrum að njóta fólksins. Aldrei fór ég suður hefur alltaf verið stórt samfélagsverkefni hjá okkur fyrir vestan en mun snerta samfélagið mun meira í ár en nokkru sinni áður.“ Þá á að reyna að hafa meiri dagskrá yfir daginn og láta bæinn lifna enn meira við að deginum til. „Við höfum verið að hvetja verta og stuðbolta til að reyna að gera meira til dæmis yfir daginn. Sjálf erum við í Aldrei fór ég suður-teyminu að undirbúa stóran fund á laugardeginum þar sem við fáum poppara með örfyrirlestra og ræðum ýmis mál tengt tónlistarheiminum. Svo viljum við láta bæinn lifna enn þá meira við og hafa til dæmis þynnkutónleika sem gætu verið afbragðs lækningarleið fyrir fólk sem glímir við þynnkur,“ segir Mugison og hlær. Þegar hefur verið tryggt að hljómsveitirnar Prins Póló, Pink street boys, Mugison og Hemúllinn komi fram en frekari tíðinda er að vænta úr herbúðum Aldrei fór ég suður á næstu dögum. „Við erum að slá lokahönd á dagskrána og erum mega spennt að kynna Aldrei fór ég suður útgáfu 2.0 fyrir samstarfsfólki, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum landsmönnum. Það eru spennandi tímar í vændum.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira