Sálarkempa á Solstice-hátíð Freyr Bjarnason skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Sálarsöngvarinn á tónleikum í París. Hann er á leiðinni til Íslands og spilar á Secret Solstice í sumar. Vísir/Getty Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira