Sálarkempa á Solstice-hátíð Freyr Bjarnason skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Sálarsöngvarinn á tónleikum í París. Hann er á leiðinni til Íslands og spilar á Secret Solstice í sumar. Vísir/Getty Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“