Saksóknarinn og Skrattinn Frosti Logason skrifar 12. febrúar 2015 10:30 Maður allra árstíða (e. Man for all Seasons) er klassísk kvikmynd sem fjallaði um Tómas nokkurn More. Sá var háttsettur embættismaður við hirð hins alræmda Hinriks áttunda, konungs á tímum siðaskiptanna. Sennilega varð Tómas þessi þekktastur fyrir bók sína Útópíu, þar sem hann lýsti hinu „fullkomna samfélagi“ eins og hann ímyndaði sér það. Hann þótti bæði fjölhæfur og fluggáfaður. Myndinvann til sex Óskarsverðlauna og er fyrir margra hluta sakir eftirminnileg. Sér í lagi þótti eftirminnileg senan þar sem Tómas átti í rökræðum við tengdason sinn um hvernig ætti að framfylgja lögum sem hann sjálfur stóð fyrir í krafti síns embættis. Tengdasonurinn, Roper, var þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að fara í einu og öllu eftir lögum og reglum þegar menn væru á annað borð að eltast við sjálfan Skrattann. Hann væri jú þegar öllu er á botninn hvolft, verstur allra glæpamanna. Markmið Ropers voru vissulega göfug og ásetningurinn góður. Hann væri sennilega þeirrar skoðunar í dag að íslenska ríkið ætti hiklaust að kaupa illa fengnar upplýsingar um fjármuni Íslendinga í þekktum skattskjólum ef upplýsingarnar væru þess eðlis að þær myndu hjálpa við að endurheimta fé sem skotið hefði verið undan skatti hérlendis. Hannhefði jafnvel lagt það til að lögreglan greiddi innbrotsþjófum fyrir að brjótast inn í hús og afla þar sönnunargagna, þegar ekki fengjust til þess leitarheimildir. Roper sagðist jú reiðubúinn til þess að brjóta öll lög Englands til að hafa hendur í hári Skrattans. Þegar hann var þá spurður á bak við hvaða lög hann mundi fela sig ef Skrattinn snéri sér við til að koma á eftir honum sjálfum, varð hins vegar fátt um svör. Það væri jú erfitt fyrir saklausa menn að verjast yfirvöldum sem ekki virtu lög og reglur réttarríkisins. Jafnvel ómögulegt. Með öðrum orðum hefði Tómas More talið að ef ekki væri mögulegt að afla sönnunargagna á löglegan máta þá væri betra að láta hugsanleg afbrot ótalin. Það setti jú slæmt fordæmi þegar einstaklingur yrði gerður út til þess að brjóta lög, eingöngu til þess að hægt væri að handsama aðra sem brytu lög. Eru ekki allir sammála um það annars? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Óskarinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun
Maður allra árstíða (e. Man for all Seasons) er klassísk kvikmynd sem fjallaði um Tómas nokkurn More. Sá var háttsettur embættismaður við hirð hins alræmda Hinriks áttunda, konungs á tímum siðaskiptanna. Sennilega varð Tómas þessi þekktastur fyrir bók sína Útópíu, þar sem hann lýsti hinu „fullkomna samfélagi“ eins og hann ímyndaði sér það. Hann þótti bæði fjölhæfur og fluggáfaður. Myndinvann til sex Óskarsverðlauna og er fyrir margra hluta sakir eftirminnileg. Sér í lagi þótti eftirminnileg senan þar sem Tómas átti í rökræðum við tengdason sinn um hvernig ætti að framfylgja lögum sem hann sjálfur stóð fyrir í krafti síns embættis. Tengdasonurinn, Roper, var þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að fara í einu og öllu eftir lögum og reglum þegar menn væru á annað borð að eltast við sjálfan Skrattann. Hann væri jú þegar öllu er á botninn hvolft, verstur allra glæpamanna. Markmið Ropers voru vissulega göfug og ásetningurinn góður. Hann væri sennilega þeirrar skoðunar í dag að íslenska ríkið ætti hiklaust að kaupa illa fengnar upplýsingar um fjármuni Íslendinga í þekktum skattskjólum ef upplýsingarnar væru þess eðlis að þær myndu hjálpa við að endurheimta fé sem skotið hefði verið undan skatti hérlendis. Hannhefði jafnvel lagt það til að lögreglan greiddi innbrotsþjófum fyrir að brjótast inn í hús og afla þar sönnunargagna, þegar ekki fengjust til þess leitarheimildir. Roper sagðist jú reiðubúinn til þess að brjóta öll lög Englands til að hafa hendur í hári Skrattans. Þegar hann var þá spurður á bak við hvaða lög hann mundi fela sig ef Skrattinn snéri sér við til að koma á eftir honum sjálfum, varð hins vegar fátt um svör. Það væri jú erfitt fyrir saklausa menn að verjast yfirvöldum sem ekki virtu lög og reglur réttarríkisins. Jafnvel ómögulegt. Með öðrum orðum hefði Tómas More talið að ef ekki væri mögulegt að afla sönnunargagna á löglegan máta þá væri betra að láta hugsanleg afbrot ótalin. Það setti jú slæmt fordæmi þegar einstaklingur yrði gerður út til þess að brjóta lög, eingöngu til þess að hægt væri að handsama aðra sem brytu lög. Eru ekki allir sammála um það annars?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun