Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar 3. desember 2025 07:03 Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar