Ríkislögreglustjóri stóð í veginum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 13. febrúar 2015 09:45 Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hætti störfum með látum árið 2008 eftir ágreining við þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason. vísir/stefán Jóhann R. Benediktsson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum sinnti að eigin sögn störfum af lífi og sál. Hann var þekktur fyrir að ganga rösklega til verks og gerði margar fíkniefnarassíur með góðum árangri. Hann þótti ávallt viðræðugóður við fjölmiðla og vildi stuðla að upplýstri umræðu um gang mála við litla hrifningu yfirmanna sinna. „Eftir að lögregluembættin á Suðurnesjum höfðu verið sameinuð 2007 ákváðum við á gefa skýrt til kynna að nýtt og öflugt embætti sé mætt til leiks. Við ákváðum að gera ærlegan skurk með tilheyrandi rassíu. Það voru allir til í það og við ákváðum að fara inn á fimm, sex stöðum. Við vildum senda skilaboð. Þá koma gömlu fulltrúarnir frá Keflavík. Þeir horfa á mig alveg miður sín. „Jóhann ertu viss um að þú viljir gera þetta?,“ Spurðu þeir og sögðust hafa verið lengi að byggja upp orðspor sitt hjá Héraðsdómi Reykjaness. Ég sagði við þá hreint út að þeir væru vísast hræddir um að þetta væri of víðtæk aðgerð og að ég væri að eyðileggja orðspor þeirra. Ég sagði við þá að mér sýndist þeir of varkárir. Ég keyrði þetta svo í gegn, við fengum úrskurðina og fundum fíkniefni á öllum þeim stöðum sem leitað var í. Svo bara mánuði seinna fór Björn Bjarnason öfugur fram úr rúminu, veit ekki hvað gerðist,“ segir Jóhann íhugull „Það er ekki hægt að vera í þessu starfi án þess að vera með stuðning dómsmálaráðherra. Stefán Eiríksson kynntist því og við vitum alveg af hverju hann gafst upp. Það er það sama um mig. Ég gafst upp af því að ég naut ekki stuðnings lengur. Ég gaf mig í starfið af lífi og sál en fann mikið andstreymi frá hans hendi. Ég vil samt hrósa Birni Bjarnasyni. Hann var mjög góður dómsmálaráðherra og lengst af áttum við mjög farsælt samstarf. Ég hefði kosið að það hefði endað með öðrum hætti.“ Hann segir nýjan lögreglustjóra Sigríði Björk og undirmann hans þurfa að treysta tök sín í starfi ef þær telja sig þurfa að ráðast í breytingar. „Þær, þ.e.a.s. Sigríður og Alda Jóhannsdóttir þurfa algjöran stuðning nýs dómsmálaráðherra og þær þurfa líka að ná með sér embættinu á höfuðborgarsvæðinu sem þarf mikið átak í að breyta til batnaðar.“Aukin vitund um mansalHann segir mikið fagnaðarefni að aukin vitund sé um mansal á Íslandi og fagnar því sérstaklega að á Íslandi starfi lögfræðingar sem sérhæfi sig í mansalsmálum og á þá við Hreiðar Eiríksson héraðsdómslögmann og rannsóknarlögreglumann sem ræddi um málefni mansalsfórnarlamba í Fréttablaðinu á dögunum. Hreiðar rifjaði uppminnisstæðan dóm frá árinu 2003 þegar fimm kínverskar manneskjur sem voru mansalsfórnarlömb voru fangelsaðar og sagðist vona að þekking á mansali hefði aukist síðan þá. „Ég tók við embætti 1.apríl 1999 og þá var ég að heyra þetta hugtak í fyrsta skipti, mansal. Það er fyrst almennilega skilgreint ári seinna, árið 2000. Þá fórum við strax í að mennta okkar starfsfólk. Ég sendi fulltrúa frá mér á námskeið og við reyndum að skilja eðli þessara glæpa og hvernig þeir eru framkvæmdir.“ Jóhann segir sögu eins hóps ungmenna sem millilenti hér á landi með fölsuð vegabréf. „Við yfirheyrðum þessi ungmenni og þau gáfu okkur mjög nákvæma ferðasögu. Þau voru að eigin sögn búin að vera 6-8 mánuði í skemmtiferð og í rauninni held ég að það hafi verið þeirra upplifun. Fjölskyldur þessara ungmenna keyptu fyrir þau fölsuð vegabréf í von um að búa þeim betra líf. Þessir krakkar ætluðu að fara að vinna á barnaheimili eða veitingastað og fyrirheitna landið var rétt handan við hornið. Við fórum í tölvurnar þeirra og sáum bara myndir af þeim við Eiffel turninn og svona lagað. Á þessum tíma hafði ekki misnotkun eða nauðung ekki átt sér stað. Þrátt fyrir það þá gerðum við okkur grein fyrir því að við vorum að rannsaka mansal og að þessi ungmenni unnu með smyglurunum.“Járnhurðin fellurÞrátt fyrir smæð embættisins lagði Jóhann mikla vinnu í að leysa málið. Ekkert Norðurlandanna hafði rannsakað mansalsmál sem flutningi á fólki á þessum tíma. „Eftir fyrstu yfirheyrsluna þá var ungmennunum sleppt en okkur tókst að handsama þann aðila sem fylgdi hópnum. Ungmennunum varð veruleikinn ljós þegar þeim var sleppt. Það grillti í það sem beið þeirra á áfangastað. Þá er þeim hótað. Öllum í fyrsta skiptið. Það er út af því að þá eru smyglararnir búnir að fjárfesta í þeim. Þeir reyna hvað þeir geta að minnka tjón sitt og ,,varan“ varð að skila sér á áfangastað. Þegar við komum svo fyrir dóm eru þau öll búin að draga framburð sinn til baka. Það fellur einhver járnhurð. Við vitum alveg hver hótunin er. Hótunin er sú að pabbi þinn missir vinnuna, eða mamma þín verður barin eða afi þinni missir elliheimilisplássið. Við vorum komin með vilyrði fyrir því að veita þeim landvist af mannúðarástæðum og reyndum að spila því út. Við fórum í það hlutverk, sem var vonlaust, að reyna að útskýra fyrir þeim hvað biði þeirra. Það var ekki nokkur leið. Það kemur stór bleikur dreki sem spýr eldi og hann mun lenda fyrir framan þig. Ég hefði allt eins getað sagt þeim það eins og að útskýra fyrir þeim að þau væru fórnarlömb mansals. Það er ekki ásættanlegt að Ísland sé notað í einhverri keðju fyrir mansal. Þess vegna tökum við þetta fólk og dæmum það. Hefðu þau þegið vernd, sem að við buðum þá hefðum við að sjálfsögðu aldrei ákært.Í slag við kerfiðJóhann segist hafa lært á þessum tíma hversu mikilvæg upplýst umræða er um glæpi og þróun þeirra. „Við þurfum að skilja eðli glæpsins. Í fyrsta málinu sem við vorum með var dómarinn ekki sannfærður um að þetta væri skipulögð glæpastarfsemi, þá sagði hann: „Það sem ákæruvaldið kallar skipulagða glæpastarfsemi“ Okkur tókst sum sé ekki einu sinni að sannfæra dómarann. Ég var gagnrýndur opinberlega fyrir að ræða um að það væri skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi. Það var sjálfur ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen sem gerði það á baksíðu Morgunblaðsins árið 2003. Þegar sjálfur ríkislögreglustjórinn á Íslandi segir að það sé ekki skipulögð glæpastarfsemi þá gefur það ef til vill til kynna hversu miklum slag við vorum í við kerfið.“Ekki tekinn alvarlegaJóhann rifjar upp gamalt mansalsmál sem hann telur öllum hollt að hugsa til. „Á höfuðborgarsvæðinu var karlmaður sem var nuddari og vann á nuddstofu. Hann nuddaði allan daginn, hann skúraði og þreif á kvöldin. Hann bar út blöð á morgnana og svaf á nuddstofunni. Vinnuveitandinn hans þáði launin hans allan tímann og hann fékk borgað 30.000 krónur á mánuði. Ég hringi í félaga minn á höfuðborgarsvæðinu og segi við hann að það sé klárt að þetta sé mansalsmál. Þetta sé fyrsta íslenska mansalsmálið sem möguleiki sé á að uppræta. Það sé eins skýrt og það geti verið. Hann hlustaði á mig og kímdi að mér. Vinnuveitandinn falsaði landvistarleyfin hans og falsaði alla pappíra sem voru lagðir fram hjá hinu opinbera. Skrifaði nafnið hans. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa pappíra en ekki fyrir mansal. Þetta var síðan aldrei rannsakað sem mansalsmál.“Lina Jia hefur rekið nuddstofu i Hamraborg um árabil.Nokkur mál tengd nuddstofuMálið sem Jóhann vísar í er nuddstofa Linu Jia í Hamraborg í Kópavogi. Mál tengd Linu hafa nokkrum sinnum komist í fréttir en hún hefur rekið nuddstofu í Hamraborg um árabil. Árið 2004 komst hún í fréttirnar þegar nuddari sem vann hjá henni sagðist þurfa vinna langa vinnudaga fyrir lítil sem engin laun. Nuddarinn sem kom hingað frá Kína hafði ásamt öðrum undirritað samninga við Linu þar sem fram kom að þeir ættu að greiða henni 600 þúsund fyrir að koma til landsins og vinna í Kópavogi. Auk þess að nudda allan daginn sögðust starfsmennirnir bera út blöð og vinna í fasteignum á vegum Linu og eiginmanns hennar. Nokkur mál komu í kjölfarið þar sem starfsmenn sökuðu Linu um að borga sér ekki laun fyrir langa vinnudaga og lítið frelsi.Árið 2012 fjallaði Fréttablaðið um konu að nafni Sun Fulan sem lýsti slæmri vist hjá Linu. Hún hafði komin hingað til lands að vinna sem nuddari. Sun var hér í fjögur ár og sagðist á þeim tíma hafa fengið borgað um 315 þúsund eða 6500 krónur á mánuði. Í bréfi sem hún sendi sagði hún lögreglunni hérlendis sagðist hún óttast um ungan mann að nafni Li Nan, sem hefði starfað á nuddstofunni. Hann hefði verið læstur inni, vegabréf hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn. Þá bárust Fréttablaðinu einnig ábendingar um að ung kínversk kona sem starfað hefði hjá Línu hefði leitað aðstoðar hjá Alþjóðahúsi árið 2004 og sakað Línu um að selja sig í vænd. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofum eftir tiltölulega stuttan tíma. Mál tengd Linu hafa verið rannsökuð sem mansalsmál en ekki farið lengra innan dómskerfisins. Hins vegar hefur hún verið dæmd fyrir skjalafals og til þess að greiða starfsmönnum vangoldin laun.The Great Wall eða Kínamúrinn var opnaður í gamla húsnæði Naustsins árið 2008.Fréttablaðið greindi frá því í mars 2008 að grunur væri um mansal á veitingastaðnum The Great Wall sem var í húsnæðinu sem Naustið var áður. Matvís hafði tekið tvo af fimm kínverskum starfsmönnum staðarins undir sinn verndarvæng vegna gruns um að starfsmönnum hefði ekki verið greitt samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Grunur lék einnig á að starfsmenn hefðu verið látnir sofa á staðnum og komið til landsins í gegnum mansal, þeir hefðu greitt fyrir að fá að vinna hér og launin rynnu til vinnuveitenda eða þriðja aðila. Staðurinn fór á hausinn fljótlega eftir að málið kom upp og upprunalegu eigendurnir, sem voru kínverskir, yfirgáfu landið. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum sinnti að eigin sögn störfum af lífi og sál. Hann var þekktur fyrir að ganga rösklega til verks og gerði margar fíkniefnarassíur með góðum árangri. Hann þótti ávallt viðræðugóður við fjölmiðla og vildi stuðla að upplýstri umræðu um gang mála við litla hrifningu yfirmanna sinna. „Eftir að lögregluembættin á Suðurnesjum höfðu verið sameinuð 2007 ákváðum við á gefa skýrt til kynna að nýtt og öflugt embætti sé mætt til leiks. Við ákváðum að gera ærlegan skurk með tilheyrandi rassíu. Það voru allir til í það og við ákváðum að fara inn á fimm, sex stöðum. Við vildum senda skilaboð. Þá koma gömlu fulltrúarnir frá Keflavík. Þeir horfa á mig alveg miður sín. „Jóhann ertu viss um að þú viljir gera þetta?,“ Spurðu þeir og sögðust hafa verið lengi að byggja upp orðspor sitt hjá Héraðsdómi Reykjaness. Ég sagði við þá hreint út að þeir væru vísast hræddir um að þetta væri of víðtæk aðgerð og að ég væri að eyðileggja orðspor þeirra. Ég sagði við þá að mér sýndist þeir of varkárir. Ég keyrði þetta svo í gegn, við fengum úrskurðina og fundum fíkniefni á öllum þeim stöðum sem leitað var í. Svo bara mánuði seinna fór Björn Bjarnason öfugur fram úr rúminu, veit ekki hvað gerðist,“ segir Jóhann íhugull „Það er ekki hægt að vera í þessu starfi án þess að vera með stuðning dómsmálaráðherra. Stefán Eiríksson kynntist því og við vitum alveg af hverju hann gafst upp. Það er það sama um mig. Ég gafst upp af því að ég naut ekki stuðnings lengur. Ég gaf mig í starfið af lífi og sál en fann mikið andstreymi frá hans hendi. Ég vil samt hrósa Birni Bjarnasyni. Hann var mjög góður dómsmálaráðherra og lengst af áttum við mjög farsælt samstarf. Ég hefði kosið að það hefði endað með öðrum hætti.“ Hann segir nýjan lögreglustjóra Sigríði Björk og undirmann hans þurfa að treysta tök sín í starfi ef þær telja sig þurfa að ráðast í breytingar. „Þær, þ.e.a.s. Sigríður og Alda Jóhannsdóttir þurfa algjöran stuðning nýs dómsmálaráðherra og þær þurfa líka að ná með sér embættinu á höfuðborgarsvæðinu sem þarf mikið átak í að breyta til batnaðar.“Aukin vitund um mansalHann segir mikið fagnaðarefni að aukin vitund sé um mansal á Íslandi og fagnar því sérstaklega að á Íslandi starfi lögfræðingar sem sérhæfi sig í mansalsmálum og á þá við Hreiðar Eiríksson héraðsdómslögmann og rannsóknarlögreglumann sem ræddi um málefni mansalsfórnarlamba í Fréttablaðinu á dögunum. Hreiðar rifjaði uppminnisstæðan dóm frá árinu 2003 þegar fimm kínverskar manneskjur sem voru mansalsfórnarlömb voru fangelsaðar og sagðist vona að þekking á mansali hefði aukist síðan þá. „Ég tók við embætti 1.apríl 1999 og þá var ég að heyra þetta hugtak í fyrsta skipti, mansal. Það er fyrst almennilega skilgreint ári seinna, árið 2000. Þá fórum við strax í að mennta okkar starfsfólk. Ég sendi fulltrúa frá mér á námskeið og við reyndum að skilja eðli þessara glæpa og hvernig þeir eru framkvæmdir.“ Jóhann segir sögu eins hóps ungmenna sem millilenti hér á landi með fölsuð vegabréf. „Við yfirheyrðum þessi ungmenni og þau gáfu okkur mjög nákvæma ferðasögu. Þau voru að eigin sögn búin að vera 6-8 mánuði í skemmtiferð og í rauninni held ég að það hafi verið þeirra upplifun. Fjölskyldur þessara ungmenna keyptu fyrir þau fölsuð vegabréf í von um að búa þeim betra líf. Þessir krakkar ætluðu að fara að vinna á barnaheimili eða veitingastað og fyrirheitna landið var rétt handan við hornið. Við fórum í tölvurnar þeirra og sáum bara myndir af þeim við Eiffel turninn og svona lagað. Á þessum tíma hafði ekki misnotkun eða nauðung ekki átt sér stað. Þrátt fyrir það þá gerðum við okkur grein fyrir því að við vorum að rannsaka mansal og að þessi ungmenni unnu með smyglurunum.“Járnhurðin fellurÞrátt fyrir smæð embættisins lagði Jóhann mikla vinnu í að leysa málið. Ekkert Norðurlandanna hafði rannsakað mansalsmál sem flutningi á fólki á þessum tíma. „Eftir fyrstu yfirheyrsluna þá var ungmennunum sleppt en okkur tókst að handsama þann aðila sem fylgdi hópnum. Ungmennunum varð veruleikinn ljós þegar þeim var sleppt. Það grillti í það sem beið þeirra á áfangastað. Þá er þeim hótað. Öllum í fyrsta skiptið. Það er út af því að þá eru smyglararnir búnir að fjárfesta í þeim. Þeir reyna hvað þeir geta að minnka tjón sitt og ,,varan“ varð að skila sér á áfangastað. Þegar við komum svo fyrir dóm eru þau öll búin að draga framburð sinn til baka. Það fellur einhver járnhurð. Við vitum alveg hver hótunin er. Hótunin er sú að pabbi þinn missir vinnuna, eða mamma þín verður barin eða afi þinni missir elliheimilisplássið. Við vorum komin með vilyrði fyrir því að veita þeim landvist af mannúðarástæðum og reyndum að spila því út. Við fórum í það hlutverk, sem var vonlaust, að reyna að útskýra fyrir þeim hvað biði þeirra. Það var ekki nokkur leið. Það kemur stór bleikur dreki sem spýr eldi og hann mun lenda fyrir framan þig. Ég hefði allt eins getað sagt þeim það eins og að útskýra fyrir þeim að þau væru fórnarlömb mansals. Það er ekki ásættanlegt að Ísland sé notað í einhverri keðju fyrir mansal. Þess vegna tökum við þetta fólk og dæmum það. Hefðu þau þegið vernd, sem að við buðum þá hefðum við að sjálfsögðu aldrei ákært.Í slag við kerfiðJóhann segist hafa lært á þessum tíma hversu mikilvæg upplýst umræða er um glæpi og þróun þeirra. „Við þurfum að skilja eðli glæpsins. Í fyrsta málinu sem við vorum með var dómarinn ekki sannfærður um að þetta væri skipulögð glæpastarfsemi, þá sagði hann: „Það sem ákæruvaldið kallar skipulagða glæpastarfsemi“ Okkur tókst sum sé ekki einu sinni að sannfæra dómarann. Ég var gagnrýndur opinberlega fyrir að ræða um að það væri skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi. Það var sjálfur ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen sem gerði það á baksíðu Morgunblaðsins árið 2003. Þegar sjálfur ríkislögreglustjórinn á Íslandi segir að það sé ekki skipulögð glæpastarfsemi þá gefur það ef til vill til kynna hversu miklum slag við vorum í við kerfið.“Ekki tekinn alvarlegaJóhann rifjar upp gamalt mansalsmál sem hann telur öllum hollt að hugsa til. „Á höfuðborgarsvæðinu var karlmaður sem var nuddari og vann á nuddstofu. Hann nuddaði allan daginn, hann skúraði og þreif á kvöldin. Hann bar út blöð á morgnana og svaf á nuddstofunni. Vinnuveitandinn hans þáði launin hans allan tímann og hann fékk borgað 30.000 krónur á mánuði. Ég hringi í félaga minn á höfuðborgarsvæðinu og segi við hann að það sé klárt að þetta sé mansalsmál. Þetta sé fyrsta íslenska mansalsmálið sem möguleiki sé á að uppræta. Það sé eins skýrt og það geti verið. Hann hlustaði á mig og kímdi að mér. Vinnuveitandinn falsaði landvistarleyfin hans og falsaði alla pappíra sem voru lagðir fram hjá hinu opinbera. Skrifaði nafnið hans. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa pappíra en ekki fyrir mansal. Þetta var síðan aldrei rannsakað sem mansalsmál.“Lina Jia hefur rekið nuddstofu i Hamraborg um árabil.Nokkur mál tengd nuddstofuMálið sem Jóhann vísar í er nuddstofa Linu Jia í Hamraborg í Kópavogi. Mál tengd Linu hafa nokkrum sinnum komist í fréttir en hún hefur rekið nuddstofu í Hamraborg um árabil. Árið 2004 komst hún í fréttirnar þegar nuddari sem vann hjá henni sagðist þurfa vinna langa vinnudaga fyrir lítil sem engin laun. Nuddarinn sem kom hingað frá Kína hafði ásamt öðrum undirritað samninga við Linu þar sem fram kom að þeir ættu að greiða henni 600 þúsund fyrir að koma til landsins og vinna í Kópavogi. Auk þess að nudda allan daginn sögðust starfsmennirnir bera út blöð og vinna í fasteignum á vegum Linu og eiginmanns hennar. Nokkur mál komu í kjölfarið þar sem starfsmenn sökuðu Linu um að borga sér ekki laun fyrir langa vinnudaga og lítið frelsi.Árið 2012 fjallaði Fréttablaðið um konu að nafni Sun Fulan sem lýsti slæmri vist hjá Linu. Hún hafði komin hingað til lands að vinna sem nuddari. Sun var hér í fjögur ár og sagðist á þeim tíma hafa fengið borgað um 315 þúsund eða 6500 krónur á mánuði. Í bréfi sem hún sendi sagði hún lögreglunni hérlendis sagðist hún óttast um ungan mann að nafni Li Nan, sem hefði starfað á nuddstofunni. Hann hefði verið læstur inni, vegabréf hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn. Þá bárust Fréttablaðinu einnig ábendingar um að ung kínversk kona sem starfað hefði hjá Línu hefði leitað aðstoðar hjá Alþjóðahúsi árið 2004 og sakað Línu um að selja sig í vænd. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofum eftir tiltölulega stuttan tíma. Mál tengd Linu hafa verið rannsökuð sem mansalsmál en ekki farið lengra innan dómskerfisins. Hins vegar hefur hún verið dæmd fyrir skjalafals og til þess að greiða starfsmönnum vangoldin laun.The Great Wall eða Kínamúrinn var opnaður í gamla húsnæði Naustsins árið 2008.Fréttablaðið greindi frá því í mars 2008 að grunur væri um mansal á veitingastaðnum The Great Wall sem var í húsnæðinu sem Naustið var áður. Matvís hafði tekið tvo af fimm kínverskum starfsmönnum staðarins undir sinn verndarvæng vegna gruns um að starfsmönnum hefði ekki verið greitt samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Grunur lék einnig á að starfsmenn hefðu verið látnir sofa á staðnum og komið til landsins í gegnum mansal, þeir hefðu greitt fyrir að fá að vinna hér og launin rynnu til vinnuveitenda eða þriðja aðila. Staðurinn fór á hausinn fljótlega eftir að málið kom upp og upprunalegu eigendurnir, sem voru kínverskir, yfirgáfu landið.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00
Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15