Kærðir fái að tala sínu máli fyrir aganefnd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 07:00 Veigar Páll Gunnarsson fær að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jakobssyni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust. Vísir/Andri Marinó Ársþing KSÍ hefst í dag og að venju liggja nokkrar tillögur fyrir þinginu um breytingar á lögum og reglugerðum sambandsins. Ein þeirra snýr að aga- og úrskurðarmálum en fyrir henni standa fulltrúar FH, Fjölnis, Fylkis, ÍBV og Víkings. Í stuttu máli gengur tillagan út á að stjórn KSÍ verði falið að breyta reglugerðinni á þann hátt að þeir sem eru kærðir til aga- og úrskurðarnefndar geti tekið til varna fyrir nefndinni og leitt fyrir hana vitni. Á þetta aðeins við í þeim málum þar sem viðurlög við brotunum sem viðkomandi er kærður fyrir er sekt og minnst tveggja leikja bann. „Okkar afstaða er sú að það sé full innistæða fyrir því að taka alvöru umræða um hvort það geti verið sanngjarnt í vissum málum að menn geti komið inn fyrir aganefnd og talað sínu máli,“ segir Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis. „Við teljum mikilvægt að það sé gert á réttum forsendum þegar menn eru dæmdir í langt bann í stuttu móti.“ Kristján tekur þó fram að þetta eigi aðeins við um minnihluta þeirra mála sem komi fyrir aganefnd ár hvert og að menn fari ekki þessa leið nema að vel hugsuðu máli. „Ákveði menn yfirhöfuð að fara í þennan farveg með þetta mál megi þeir eiga von á því að dómurinn yfir þeim verði þyngdur ef niðurstaðan er þeim ekki í hag. Þessi breyting er ekki hugsuð á þann hátt að menn geti sótt hvert einasta mál sem fer fyrir aganefnd. En við teljum að það sé sanngirnismál að þeir sem telja sig geta sýnt fram á að [dómari eða eftirlitsmaður] hafi rangt fyrir sér fái tækifæri til að ræða það frekar,“ segir Einar en úrskurðir nefndarinnar eru yfirleitt byggðir á skýrslum dómara og eftirlitsmanna viðkomandi leikja. Enn fremur er lagt fram í tillögunni að nefndinni verði skylt að gefa skriflegan rökstuðning fyrir úrskurði sínum í þyngri málum, sem ekki hefur tíðkast hingað til. „Ég á ekki von á öðru en að það verði vilji til að ræða þessi málefni innan hreyfingarinnar,“ segir Einar enn fremur. Meðal annarra tillagna sem teknar verða fyrir á þinginu er tillaga stjórnar KSÍ um að aðskilja áminningar og brottvísanir á milli Íslandsmóts og bikarkeppni, tillaga starfshópa um lágmarksfjölda uppalinna leikmanna í hverjum leikmannahópi annars vegar og ferðaþátttökugjald félaga hins vegar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Ársþing KSÍ hefst í dag og að venju liggja nokkrar tillögur fyrir þinginu um breytingar á lögum og reglugerðum sambandsins. Ein þeirra snýr að aga- og úrskurðarmálum en fyrir henni standa fulltrúar FH, Fjölnis, Fylkis, ÍBV og Víkings. Í stuttu máli gengur tillagan út á að stjórn KSÍ verði falið að breyta reglugerðinni á þann hátt að þeir sem eru kærðir til aga- og úrskurðarnefndar geti tekið til varna fyrir nefndinni og leitt fyrir hana vitni. Á þetta aðeins við í þeim málum þar sem viðurlög við brotunum sem viðkomandi er kærður fyrir er sekt og minnst tveggja leikja bann. „Okkar afstaða er sú að það sé full innistæða fyrir því að taka alvöru umræða um hvort það geti verið sanngjarnt í vissum málum að menn geti komið inn fyrir aganefnd og talað sínu máli,“ segir Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis. „Við teljum mikilvægt að það sé gert á réttum forsendum þegar menn eru dæmdir í langt bann í stuttu móti.“ Kristján tekur þó fram að þetta eigi aðeins við um minnihluta þeirra mála sem komi fyrir aganefnd ár hvert og að menn fari ekki þessa leið nema að vel hugsuðu máli. „Ákveði menn yfirhöfuð að fara í þennan farveg með þetta mál megi þeir eiga von á því að dómurinn yfir þeim verði þyngdur ef niðurstaðan er þeim ekki í hag. Þessi breyting er ekki hugsuð á þann hátt að menn geti sótt hvert einasta mál sem fer fyrir aganefnd. En við teljum að það sé sanngirnismál að þeir sem telja sig geta sýnt fram á að [dómari eða eftirlitsmaður] hafi rangt fyrir sér fái tækifæri til að ræða það frekar,“ segir Einar en úrskurðir nefndarinnar eru yfirleitt byggðir á skýrslum dómara og eftirlitsmanna viðkomandi leikja. Enn fremur er lagt fram í tillögunni að nefndinni verði skylt að gefa skriflegan rökstuðning fyrir úrskurði sínum í þyngri málum, sem ekki hefur tíðkast hingað til. „Ég á ekki von á öðru en að það verði vilji til að ræða þessi málefni innan hreyfingarinnar,“ segir Einar enn fremur. Meðal annarra tillagna sem teknar verða fyrir á þinginu er tillaga stjórnar KSÍ um að aðskilja áminningar og brottvísanir á milli Íslandsmóts og bikarkeppni, tillaga starfshópa um lágmarksfjölda uppalinna leikmanna í hverjum leikmannahópi annars vegar og ferðaþátttökugjald félaga hins vegar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira