Misheppnuð upprisa Grim Fandango Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2015 19:00 Þrátt fyrir að vera dánir sýna karakterar leiksins mikinn húmor og eru vel talsettir. Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira