Meira fyrir ævintýri en predikanir Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 16:00 kuggur og félagar Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Edda Arnljótsdóttir fara með hlutverkin í fyrsta barnaleikriti Sigrúnar Eldjárn. Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira