Myndlistin gerir mig sterkan og lífið skemmtilegra magnús guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 15:00 Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira