Sérstakt kvöld í Laugardalshöllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fer á EM. Einar Daði verður einn sex Íslendinga sem keppa á EM innanhúss í frjálsum í næsta mánuði. fréttablaðið/anton Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“ Innlendar Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“
Innlendar Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira