Fyrirgefum vorum skuldunautum Þorvaldur Gylfason skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Fyrirgefning skulda er hversdagsleg athöfn í samskiptum manna og hefur verið það alla tíð. Texti trúarjátningarinnar ber vitni: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Skuldafyrirgefning hvílir á þeirri einföldu hugmynd, að lánasamningar eru samningar a.m.k. tveggja. Þarfnist lánasamningur endurskoðunar í ljósi breyttra aðstæðna, kemur endurskoðun til kasta beggja aðila. Þetta er í hnotskurn vandi verðtryggingarinnar hér heima. Hún hlífir lánveitandanum, þegar höfuðstóll lána hækkar í verðbólgu, svo að lántakandinn situr einn uppi með afleiðingar verðbólgunnar. Og þetta var einn vandi verðbólgunnar fyrir daga verðtryggingarinnar. Verðbólgan verðlaunaði lántakandann, og lánveitandinn sat eftir með sárt ennið. Þess vegna þarf að breyta framkvæmd verðtryggingarinnar, svo að hún fari bil beggja með því að skipta áhættunni milli lántakenda og lánveitenda.Þung skuldabyrði Áþekkur vandi er nú uppi í samskiptum grísku ríkisstjórnarinnar við ESB. Erlendar skuldir gríska ríkisins nema 175% af landsframleiðslu. Vextir og afborgarnir af svo miklum skuldum sliga gríska skattgreiðendur, þótt verulega hafi verið slegið af vaxtakvöðinni. Landsframleiðsla Grikklands hefur skroppið saman um meira en fjórðung síðan 2008, og rösklega fjórði hver Grikki er atvinnulaus. Þetta er auðvitað engin hemja. Grikkir fóru illa að ráði sínu með því að safna skuldum upp fyrir haus, en það gerðu Þjóðverjar einnig og aðrir með því að lána þeim allt þetta fé. Þjóðverjar þurfa að muna, að þeir þurftu ekki að ljúka nema hluta erlendra skulda sinna milli stríða á síðustu öld. Þeir sömdu um niðurfellingu. Það er meginreglan í samskiptum einstaklinga og þjóða, þegar út af ber.Skýringar Af hverju stafar stífni Þjóðverja gagnvart Grikkjum? Hún á sér ýmsar skýringar. Grikkland er gerspillt, næsti bær við Búlgaríu og Rúmeníu (og einnig Ítalíu), og þar er næstum öllu stolið steini léttara. Þegar Gallup spurði 1.200 Grikki 2012, hvort þeir teldu spillingu útbreidda í stjórnsýslu landsins, sögðu 92% já borið saman við 58% í Þýzkalandi (og 67% hér heima). Hin hliðin á málinu er, að ESB hefði mátt setja Grikkjum o.fl. aðildarlöndum stólinn fyrir dyrnar og heimta varnir gegn spillingu, en það var ekki gert. Grískir kjósendur geta ekki, segja Þjóðverjar, ákveðið í kosningum að hlaupa burt frá skuldum sínum. Kjósendur þurfa að axla ábyrgð á fv. ríkisstjórn, sem tók lánin. Öðru máli myndi gegna um einræðisríki, en Grikkland er lýðræðisland. Ef Grikkjum er boðin niðurfelling skulda (þeir stinga upp á 50% klippingu, sem kallað er, þ.e. að helmingur skuldanna verði látinn niður falla gegn því, að gagngerar umbætur nái fram að ganga, m.a. annars til að skera upp herör gegn spillingu), þá munu aðrar skuldugar ESB-þjóðir væntanlega biðja um sams konar klippingu. Ef Grikkir fá 50% klippingu, er sagt, þá mun andstæðingum ESB vaxa ásmegin í Þýzkalandi og öðrum aðildarlöndum, og þá kann evran að lenda í enn alvarlegri lífshættu og jafnvel ESB sjálft. Evrunni stafar því, segja menn, enn meiri hætta af eftirgjöf handa Grikkjum en af kröfunni um, að Grikkir standi í skilum.Hvað er til ráða? Þýzka ríkisstjórnin ræður ferðinni í viðræðum ESB við Grikki. Og þýzka stjórnin er klofin. Sumir þar tala máli Grikkja með rökum um skuldafyrirgefningu líkt og rakið var að framan, en aðrir telja Grikki þurfa að standa skil á skuldum sínum – að vísu ekki full skil, heldur með dulbúnum afslætti, svo að önnur ESB-lönd biðji ekki einnig um afslátt. Reynslan mun leiða í ljós, hvor fylkingin verður ofan á. Greiðasta leiðin út úr vandanum sýnist mér vera eftirgjöf handa Grikkjum með því m.a. að tengja greiðslur af lánum við greiðslugetu Grikkja, þ.e. vöxt landsframleiðslu, og slá jafnframt af kröfum um niðurskurð í fjármálum ríkisins gegn loforði Grikkja um að taka sér tak og ráðast að rótum spillingarinnar. Slíkri eftirgjöf þyrfti að fylgja rækilegt samtal leiðtoga Þýzkalands og annarra ESB-ríkja við kjósendur, þar sem rökin fyrir þessari niðurstöðu væru skýrð með skírskotun til þess, að ESB er ekki bara efnahagsbandalag, heldur einnig friðarsamband af brýnum sögulegum ástæðum og má því ekki undir nokkrum kringumstæðum liðast í sundur, allra sízt eins og sakir standa. Vandi Grikklands er of lítil þúfa til að velta svo þungu hlassi. Vandi Grikklands stafar ekki af evrunni. Slóvenía, nyrzta ríkið í gömlu Júgóslavíu, tók upp evruna 2007 með prýðilegum árangri án þess að safna skuldum eða lenda í öðrum hremmingum. Enn er ótalin mikilvæg skýring á hiki þýzku ríkisstjórnarinnar frammi fyrir umsókn Grikkja um 50% klippingu. Það er hörð andstaða bankanna, sem líðst að hegða sér eins og ríki í ríkinu í Evrópu líkt og í Bandaríkjunum. Bankar báðum megin Atlantshafsins hafa gert sig seka um lögbrot í stórum stíl án þess að þurfa að sæta fullri ábyrgð. Þeim stafar uggur og ótti af skuldafyrirgefningu. Ef Grikkir fá 50% klippingu, munu þá ekki sumir skuldunautar bankanna einnig biðja um ríflega klippingu? Evrópsk og bandarísk stjórnvöld þurfa að manna sig upp í að bjóða bönkunum byrginn. Með því móti mun stjórnmálaleiðtogum veitast auðveldara að skýra sameiginlega lendingu Grikklands og ESB fyrir kjósendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fyrirgefning skulda er hversdagsleg athöfn í samskiptum manna og hefur verið það alla tíð. Texti trúarjátningarinnar ber vitni: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Skuldafyrirgefning hvílir á þeirri einföldu hugmynd, að lánasamningar eru samningar a.m.k. tveggja. Þarfnist lánasamningur endurskoðunar í ljósi breyttra aðstæðna, kemur endurskoðun til kasta beggja aðila. Þetta er í hnotskurn vandi verðtryggingarinnar hér heima. Hún hlífir lánveitandanum, þegar höfuðstóll lána hækkar í verðbólgu, svo að lántakandinn situr einn uppi með afleiðingar verðbólgunnar. Og þetta var einn vandi verðbólgunnar fyrir daga verðtryggingarinnar. Verðbólgan verðlaunaði lántakandann, og lánveitandinn sat eftir með sárt ennið. Þess vegna þarf að breyta framkvæmd verðtryggingarinnar, svo að hún fari bil beggja með því að skipta áhættunni milli lántakenda og lánveitenda.Þung skuldabyrði Áþekkur vandi er nú uppi í samskiptum grísku ríkisstjórnarinnar við ESB. Erlendar skuldir gríska ríkisins nema 175% af landsframleiðslu. Vextir og afborgarnir af svo miklum skuldum sliga gríska skattgreiðendur, þótt verulega hafi verið slegið af vaxtakvöðinni. Landsframleiðsla Grikklands hefur skroppið saman um meira en fjórðung síðan 2008, og rösklega fjórði hver Grikki er atvinnulaus. Þetta er auðvitað engin hemja. Grikkir fóru illa að ráði sínu með því að safna skuldum upp fyrir haus, en það gerðu Þjóðverjar einnig og aðrir með því að lána þeim allt þetta fé. Þjóðverjar þurfa að muna, að þeir þurftu ekki að ljúka nema hluta erlendra skulda sinna milli stríða á síðustu öld. Þeir sömdu um niðurfellingu. Það er meginreglan í samskiptum einstaklinga og þjóða, þegar út af ber.Skýringar Af hverju stafar stífni Þjóðverja gagnvart Grikkjum? Hún á sér ýmsar skýringar. Grikkland er gerspillt, næsti bær við Búlgaríu og Rúmeníu (og einnig Ítalíu), og þar er næstum öllu stolið steini léttara. Þegar Gallup spurði 1.200 Grikki 2012, hvort þeir teldu spillingu útbreidda í stjórnsýslu landsins, sögðu 92% já borið saman við 58% í Þýzkalandi (og 67% hér heima). Hin hliðin á málinu er, að ESB hefði mátt setja Grikkjum o.fl. aðildarlöndum stólinn fyrir dyrnar og heimta varnir gegn spillingu, en það var ekki gert. Grískir kjósendur geta ekki, segja Þjóðverjar, ákveðið í kosningum að hlaupa burt frá skuldum sínum. Kjósendur þurfa að axla ábyrgð á fv. ríkisstjórn, sem tók lánin. Öðru máli myndi gegna um einræðisríki, en Grikkland er lýðræðisland. Ef Grikkjum er boðin niðurfelling skulda (þeir stinga upp á 50% klippingu, sem kallað er, þ.e. að helmingur skuldanna verði látinn niður falla gegn því, að gagngerar umbætur nái fram að ganga, m.a. annars til að skera upp herör gegn spillingu), þá munu aðrar skuldugar ESB-þjóðir væntanlega biðja um sams konar klippingu. Ef Grikkir fá 50% klippingu, er sagt, þá mun andstæðingum ESB vaxa ásmegin í Þýzkalandi og öðrum aðildarlöndum, og þá kann evran að lenda í enn alvarlegri lífshættu og jafnvel ESB sjálft. Evrunni stafar því, segja menn, enn meiri hætta af eftirgjöf handa Grikkjum en af kröfunni um, að Grikkir standi í skilum.Hvað er til ráða? Þýzka ríkisstjórnin ræður ferðinni í viðræðum ESB við Grikki. Og þýzka stjórnin er klofin. Sumir þar tala máli Grikkja með rökum um skuldafyrirgefningu líkt og rakið var að framan, en aðrir telja Grikki þurfa að standa skil á skuldum sínum – að vísu ekki full skil, heldur með dulbúnum afslætti, svo að önnur ESB-lönd biðji ekki einnig um afslátt. Reynslan mun leiða í ljós, hvor fylkingin verður ofan á. Greiðasta leiðin út úr vandanum sýnist mér vera eftirgjöf handa Grikkjum með því m.a. að tengja greiðslur af lánum við greiðslugetu Grikkja, þ.e. vöxt landsframleiðslu, og slá jafnframt af kröfum um niðurskurð í fjármálum ríkisins gegn loforði Grikkja um að taka sér tak og ráðast að rótum spillingarinnar. Slíkri eftirgjöf þyrfti að fylgja rækilegt samtal leiðtoga Þýzkalands og annarra ESB-ríkja við kjósendur, þar sem rökin fyrir þessari niðurstöðu væru skýrð með skírskotun til þess, að ESB er ekki bara efnahagsbandalag, heldur einnig friðarsamband af brýnum sögulegum ástæðum og má því ekki undir nokkrum kringumstæðum liðast í sundur, allra sízt eins og sakir standa. Vandi Grikklands er of lítil þúfa til að velta svo þungu hlassi. Vandi Grikklands stafar ekki af evrunni. Slóvenía, nyrzta ríkið í gömlu Júgóslavíu, tók upp evruna 2007 með prýðilegum árangri án þess að safna skuldum eða lenda í öðrum hremmingum. Enn er ótalin mikilvæg skýring á hiki þýzku ríkisstjórnarinnar frammi fyrir umsókn Grikkja um 50% klippingu. Það er hörð andstaða bankanna, sem líðst að hegða sér eins og ríki í ríkinu í Evrópu líkt og í Bandaríkjunum. Bankar báðum megin Atlantshafsins hafa gert sig seka um lögbrot í stórum stíl án þess að þurfa að sæta fullri ábyrgð. Þeim stafar uggur og ótti af skuldafyrirgefningu. Ef Grikkir fá 50% klippingu, munu þá ekki sumir skuldunautar bankanna einnig biðja um ríflega klippingu? Evrópsk og bandarísk stjórnvöld þurfa að manna sig upp í að bjóða bönkunum byrginn. Með því móti mun stjórnmálaleiðtogum veitast auðveldara að skýra sameiginlega lendingu Grikklands og ESB fyrir kjósendum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun