Tók bara ekki eftir að tíminn liði svona fljótt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 13:00 Gerrit og Rannveig hafa átt gott samstarf í gegnum tíðina og meðal annars gefið út tvo diska með ljóðatónlist. Fréttablaðið/GVA „Það er langt síðan við Gerrit höfum starfað saman, það var held ég 2007 en ég söng hér á landi síðast á Myrkum músíkdögum 2009. Nú eru tvö ár frá því ég kom heim síðast í prívaterindum. Hef bara verið upptekin á öðrum slóðum og tók ekki eftir því að tíminn liði svona fljótt,“ segir Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópransöngkona. Hún ætlar að syngja í Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 16. Gerrits Schuil leikur á píanó. „Við erum með þó nokkur Schubert-lög, stór og falleg, meðal annars hið þekkta lag Dverginn. Það er dýrmætt að fá að syngja þau,“ segir söngkonan. Rannveig Fríða býr í Vínarborg og hefur kennt við einsöngvaradeild Tónlistarháskólans þar síðan 2008. Í fyrra fékk hún prófessorsstöðu við þennan virta skóla og segir það ástæðuna fyrir því hversu sjaldan hún kemur í söngferðir til Íslands. „Ég kenni dálítið mikið og einbeiti mér að því. Einsöngurinn og kennslan eru tvö störf og ég get ekki sinnt þeim báðum vel svo ég verð að velja á milli. Ég syng auðvitað við kennsluna á hverjum degi þannig að ég nota mitt hljóðfæri þar. En ég verð að hugsa um framtíðina, hvað ég geti gert þegar ég eldist og það er að kenna, maður kemst ekkert í svona stöðu hvenær sem er.“ Sjálf lærði Rannveig Fríða við einsöngvaradeild Tónlistarháskólans í Vín á sínum tíma eins og margir okkar bestu söngvara. Þar kenndi Svanhvít Egilsdóttir í áratugi en Rannveig kveðst ekki hafa verið í tímum hjá henni heldur Helene Karusso sem einnig hafði sterkt samband við Ísland. Rannveig Fríða kveðst kenna stúlkum frá ýmsum löndum en engri frá Íslandi eins og er. Hún er á förum út aftur á mánudaginn enda mánaðarlöngu vetrarfríi í skólanum að ljúka. „Nemendurnir sem stunda einsöngsnám eru orðnir óþreyjufullir að komast í tíma,“ segir Rannveig Fríða. „Ég get ekkert afrækt þá lengur.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Það er langt síðan við Gerrit höfum starfað saman, það var held ég 2007 en ég söng hér á landi síðast á Myrkum músíkdögum 2009. Nú eru tvö ár frá því ég kom heim síðast í prívaterindum. Hef bara verið upptekin á öðrum slóðum og tók ekki eftir því að tíminn liði svona fljótt,“ segir Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópransöngkona. Hún ætlar að syngja í Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 16. Gerrits Schuil leikur á píanó. „Við erum með þó nokkur Schubert-lög, stór og falleg, meðal annars hið þekkta lag Dverginn. Það er dýrmætt að fá að syngja þau,“ segir söngkonan. Rannveig Fríða býr í Vínarborg og hefur kennt við einsöngvaradeild Tónlistarháskólans þar síðan 2008. Í fyrra fékk hún prófessorsstöðu við þennan virta skóla og segir það ástæðuna fyrir því hversu sjaldan hún kemur í söngferðir til Íslands. „Ég kenni dálítið mikið og einbeiti mér að því. Einsöngurinn og kennslan eru tvö störf og ég get ekki sinnt þeim báðum vel svo ég verð að velja á milli. Ég syng auðvitað við kennsluna á hverjum degi þannig að ég nota mitt hljóðfæri þar. En ég verð að hugsa um framtíðina, hvað ég geti gert þegar ég eldist og það er að kenna, maður kemst ekkert í svona stöðu hvenær sem er.“ Sjálf lærði Rannveig Fríða við einsöngvaradeild Tónlistarháskólans í Vín á sínum tíma eins og margir okkar bestu söngvara. Þar kenndi Svanhvít Egilsdóttir í áratugi en Rannveig kveðst ekki hafa verið í tímum hjá henni heldur Helene Karusso sem einnig hafði sterkt samband við Ísland. Rannveig Fríða kveðst kenna stúlkum frá ýmsum löndum en engri frá Íslandi eins og er. Hún er á förum út aftur á mánudaginn enda mánaðarlöngu vetrarfríi í skólanum að ljúka. „Nemendurnir sem stunda einsöngsnám eru orðnir óþreyjufullir að komast í tíma,“ segir Rannveig Fríða. „Ég get ekkert afrækt þá lengur.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira