Hugmyndir Hitlers lifa enn sínu lífi Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2015 12:00 BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira