Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. vísir/vilhelm „Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
„Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51