Lagerstarfsmaður í hjarta mínu Atli Fannar Bjarkason skrifar 5. mars 2015 07:00 Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun