Aflar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2015 16:30 Guðjón Friðriksson var með kaffi fyrir nánustu fjölskyldu í gær í tilefni sjötugsafmælisins. Hann segist kannski hafa meira við þegar hann verður 75 ára. Vísir/Pjetur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira