Siðblindur og trúlaus Frosti Logason skrifar 12. mars 2015 07:00 Ósjaldan lendi ég í því að fólk vilji ræða við mig um Guð. Mér þykir það ekkert leiðinlegt. Ég kemst hins vegar ekki hjá því að greina oft mikil vonbrigði hjá viðmælendum mínum með samskiptin og virðast þeir yfirleitt frekar ófullnægðir þegar spjall okkar tekur enda. Oft byrja þessir aðilar samræðurnar á því að vilja undirstrika skynsemi sína og segja mér að þeir trúi sjálfir ekki á einhvern Guð á himnum, í hásæti með sítt hvítt skegg. Þeir séu nú ekki svo vitlausir. En þeir hins vegar viti vel að einhver kraftur sé þarna úti. Án þess að vilja útskýra það eitthvað nánar. Þegar ég segist ekki deila þessari skoðun er ég oft sakaður um þröngsýni og mér bent á að það sé sjálfum mér óhollt að sýna lífinu ekki meiri auðmýkt en þetta. Að líf mitt gæti verið miklu innihaldsríkara og jafnvel betra í alla staði ef ég mundi láta af þessum dæmalausa hroka. Þegar ég reyni að útskýra að fyrir mig persónulega sé ákveðinn ómöguleiki í þessu er mér oft bent á frábæra afsláttarleið. Ég þurfi nefnilega ekkert endilega að trúa á guð. Ég þurfi bara að vera til í að reyna það, þá muni líf mitt strax verða auðveldara. Ég eigi bara að hætta að pæla í því hvort Guð sé til eða ekki til. Staðreyndiner hins vegar sú að ég hugsa aldrei um þetta. Ekki nokkurn tíma. Ég veit í alvöru ekki hversu mörg ár eru síðan hugmyndin hvarflaði síðast að mér að hugsanlega gæti verið til einhver guð þarna úti. Ég veit að það er aðeins styttra síðan heldur en þegar hugmyndin um tilvist jólasveinsins var mér enn óljós. En það er alltént mjög langt síðan. Ég hef enn ekki séð neitt sem bendir til þess að Guð, jólasveinninn, tannálfar og annað huldufólk séu að leynast þarna úti fyrir öllum öðrum en þeim sem á það vilja trúa. Þetta þýðir þó ekki að ég sé algerlega siðblindur og trúlaus. Ég trúi nefnilega eins og svo margir svokallaðir trúleysingjar meðal annars á mannréttindi, mannúð, þekkingu, dugnað, þrautseigju, heiðarleika, samstöðu, sanngirni, umburðarlyndi og reyndar margt fleira. Það virkar fínt fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Ósjaldan lendi ég í því að fólk vilji ræða við mig um Guð. Mér þykir það ekkert leiðinlegt. Ég kemst hins vegar ekki hjá því að greina oft mikil vonbrigði hjá viðmælendum mínum með samskiptin og virðast þeir yfirleitt frekar ófullnægðir þegar spjall okkar tekur enda. Oft byrja þessir aðilar samræðurnar á því að vilja undirstrika skynsemi sína og segja mér að þeir trúi sjálfir ekki á einhvern Guð á himnum, í hásæti með sítt hvítt skegg. Þeir séu nú ekki svo vitlausir. En þeir hins vegar viti vel að einhver kraftur sé þarna úti. Án þess að vilja útskýra það eitthvað nánar. Þegar ég segist ekki deila þessari skoðun er ég oft sakaður um þröngsýni og mér bent á að það sé sjálfum mér óhollt að sýna lífinu ekki meiri auðmýkt en þetta. Að líf mitt gæti verið miklu innihaldsríkara og jafnvel betra í alla staði ef ég mundi láta af þessum dæmalausa hroka. Þegar ég reyni að útskýra að fyrir mig persónulega sé ákveðinn ómöguleiki í þessu er mér oft bent á frábæra afsláttarleið. Ég þurfi nefnilega ekkert endilega að trúa á guð. Ég þurfi bara að vera til í að reyna það, þá muni líf mitt strax verða auðveldara. Ég eigi bara að hætta að pæla í því hvort Guð sé til eða ekki til. Staðreyndiner hins vegar sú að ég hugsa aldrei um þetta. Ekki nokkurn tíma. Ég veit í alvöru ekki hversu mörg ár eru síðan hugmyndin hvarflaði síðast að mér að hugsanlega gæti verið til einhver guð þarna úti. Ég veit að það er aðeins styttra síðan heldur en þegar hugmyndin um tilvist jólasveinsins var mér enn óljós. En það er alltént mjög langt síðan. Ég hef enn ekki séð neitt sem bendir til þess að Guð, jólasveinninn, tannálfar og annað huldufólk séu að leynast þarna úti fyrir öllum öðrum en þeim sem á það vilja trúa. Þetta þýðir þó ekki að ég sé algerlega siðblindur og trúlaus. Ég trúi nefnilega eins og svo margir svokallaðir trúleysingjar meðal annars á mannréttindi, mannúð, þekkingu, dugnað, þrautseigju, heiðarleika, samstöðu, sanngirni, umburðarlyndi og reyndar margt fleira. Það virkar fínt fyrir mig.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun