Menning

Hugarflug og skýjaborgir

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ég hef verið mikið fyrir vestan og tengist þeim landshluta sterkt,“ segir Bergljót Svanhildur.
"Ég hef verið mikið fyrir vestan og tengist þeim landshluta sterkt,“ segir Bergljót Svanhildur. Fréttablaðið/GVA
„Myndirnar á sýningunni bera ekki nöfn. Þær eru eiginlega hugarflug þar sem gætir áhrifa náttúrunnar allt í kringum okkur, en ekki síst hinnar einstöku fegurðar sem ríkir í Álftafirði vestra og þar í kring, við Ísafjarðardjúp. Þetta eru samt ekki landslagsmyndir heldur frekar skýjaborgir,“ segir Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir sem sýnir í sal Íslenskrar grafíkur að Tryggvagötu 17, gengið inn hafnarmegin.

Spurð hvort hún sé vestan af fjörðum svarar Bergljót: „Ég fæddist reyndar í Reykjavík en ég hef verið mikið fyrir vestan og tengist þeim landshluta sterkt. Þar erum við mikið á sumrin, hjónin.“

Þetta er tólfta einkasýning Bergljótar. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18 og síðasti sýningardagur er 22. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.