Uppvakningar upp á sitt besta Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2015 11:45 Þegar sólin sest verður Harran töluvert hættulegri. Leikurinn Dying light er nýstárlegur og stórskemmtilegur, þar sem mögulegt er að beita nánast endalausum leiðum til að berja á uppvakningum. Framleiðendunum í Techland, sem áður gerðu Dead Island seríuna, tekst að skapa einstakt andrúmsloft og skemmtilega upplifun. Dying light gerist í borginni Harran, sem er gæti jafnvel verið systurborg Istanbúl í Tyrklandi. Borgin er í sóttkví eftir veirusýkingu sem kom þar upp, þegar stór íþróttahátíð var haldin þar. Veiran breytir öllum sem fyrir henni verða í uppvakninga. Spilarar setja sig í spor Kyle Crane sem sendur er inn fyrir sóttkvína til að finna tölvuskrá sem hægt væri að nota til að búa til móteitur gegn veirunni. Munurinn á milli dags og nóttu bætir mikilli dýpt við í leikinn. Þegar úrið byrjar að pípa til að minna menn á að sólsetur nálgast og gott væri að komast í skjól sem fyrst, er líklegt að hjartað fari að slá hraðar. Eftir sólsetur skríða öðruvísi uppvakningar úr fylgsnum sínum, sem eru hraðari og hættulegri en hinir venjulegu uppvakningar. Þar að auki geta þeir klifið veggi. Það er ekki oft sem tölvuleikur hræðir undirritaðan, en okkar á milli, þá þurfti ég að kveikja ljósið heima hjá mér eitt kvöldið. Spilarar þurfa að halda sig frá uppvakningum með því að hlaupa á húsþökum og hoppa og príla. Parkour spilar stóran þátt í leiknum. Erfitt getur verið að átta sig á því hvar og hvernig hægt er að klifra upp hina ýmsu veggi og slíkt. Það kemst þó fljótt í vana og verður einfaldlega frábærlega skemmtilegt. Þar að auki geta fjórir vinir sameinast um að hlaupa um götur Harran og berja á uppvakningum og mönnum.Saga leiksins, sem langan tíma tekur að klára, gengur út á nánast ekkert annað en að sækja hitt og þetta fyrir þennan og hinn. Hún er í mjög grunn og oft á tíðum einfaldlega pirrandi. Þrátt fyrir áhugaverða karaktera er einnig erfitt að ná einhverri tengingu við þá. Oft á tíðum er mjög erfitt að sjá hvað um er að vera í leiknum þar sem einhverra hluta vegna fannst framleiðendum leiksins mikilvægt að hver einasti vatns- og blóðdropi sem sem skvettist við högg og hlaup endi í augum spilarans. Það getur reynst erfitt þegar mikið er um að vera og hreint út sagt er þetta furðulega gert af Techland. Graffík leiksins er hins vegar stórgóð og spilunin svo skemmtileg að hún vegur upp á móti slappri sögu og öðrum göllum. Ferðalag til Harran ætti ekki að verða neinum aðdáendum uppvakninga til vonbrigða. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn Dying light er nýstárlegur og stórskemmtilegur, þar sem mögulegt er að beita nánast endalausum leiðum til að berja á uppvakningum. Framleiðendunum í Techland, sem áður gerðu Dead Island seríuna, tekst að skapa einstakt andrúmsloft og skemmtilega upplifun. Dying light gerist í borginni Harran, sem er gæti jafnvel verið systurborg Istanbúl í Tyrklandi. Borgin er í sóttkví eftir veirusýkingu sem kom þar upp, þegar stór íþróttahátíð var haldin þar. Veiran breytir öllum sem fyrir henni verða í uppvakninga. Spilarar setja sig í spor Kyle Crane sem sendur er inn fyrir sóttkvína til að finna tölvuskrá sem hægt væri að nota til að búa til móteitur gegn veirunni. Munurinn á milli dags og nóttu bætir mikilli dýpt við í leikinn. Þegar úrið byrjar að pípa til að minna menn á að sólsetur nálgast og gott væri að komast í skjól sem fyrst, er líklegt að hjartað fari að slá hraðar. Eftir sólsetur skríða öðruvísi uppvakningar úr fylgsnum sínum, sem eru hraðari og hættulegri en hinir venjulegu uppvakningar. Þar að auki geta þeir klifið veggi. Það er ekki oft sem tölvuleikur hræðir undirritaðan, en okkar á milli, þá þurfti ég að kveikja ljósið heima hjá mér eitt kvöldið. Spilarar þurfa að halda sig frá uppvakningum með því að hlaupa á húsþökum og hoppa og príla. Parkour spilar stóran þátt í leiknum. Erfitt getur verið að átta sig á því hvar og hvernig hægt er að klifra upp hina ýmsu veggi og slíkt. Það kemst þó fljótt í vana og verður einfaldlega frábærlega skemmtilegt. Þar að auki geta fjórir vinir sameinast um að hlaupa um götur Harran og berja á uppvakningum og mönnum.Saga leiksins, sem langan tíma tekur að klára, gengur út á nánast ekkert annað en að sækja hitt og þetta fyrir þennan og hinn. Hún er í mjög grunn og oft á tíðum einfaldlega pirrandi. Þrátt fyrir áhugaverða karaktera er einnig erfitt að ná einhverri tengingu við þá. Oft á tíðum er mjög erfitt að sjá hvað um er að vera í leiknum þar sem einhverra hluta vegna fannst framleiðendum leiksins mikilvægt að hver einasti vatns- og blóðdropi sem sem skvettist við högg og hlaup endi í augum spilarans. Það getur reynst erfitt þegar mikið er um að vera og hreint út sagt er þetta furðulega gert af Techland. Graffík leiksins er hins vegar stórgóð og spilunin svo skemmtileg að hún vegur upp á móti slappri sögu og öðrum göllum. Ferðalag til Harran ætti ekki að verða neinum aðdáendum uppvakninga til vonbrigða.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira