Toppurinn í frábærri tónleikaröð Jónas Sen skrifar 14. mars 2015 12:00 Flutningur Richards Goode á Beethoven var snilldarlega útfærður. Heimspíanistar í Hörpu Richard Goode píanóleikari lék verk eftir Beethoven. Norðurljós í Hörpu, þriðjudaginn 10. mars. Ein skemmtilegasta tónleikaröðin á Íslandi er án efa Heimspíanistar í Hörpu. Þar gefst fólki tækifæri til að heyra einleikstónleika með píanóleikurum í fremstu röð. Áður fyrr voru slíkir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir lögðust af fyrir löngu. Í mörg ár fyrir tíð Hörpu gerðist það því varla að erlendir píanóleikarar héldu einleikstónleika á Íslandi. Það var helst á Listahátíð að þeir sóttu okkur heim. Því er tónleikalífið í Hörpu frábært. Þetta sannaðist á tónleikum bandaríska píanistans Richards Goode (f. 1943) í Norðurljósum á þriðjudagskvöldið. Hann lék þrjár síðustu sónötur Beethovens. Það verður lengi í minnum haft, þetta var einhver magnaðasti tónaseiður sem ég hef upplifað lengi. Hvað var svona flott? Jú, það var hvernig Goode tókst að fanga anda Beethovens og miðla honum til áheyrenda. Síðustu þrjár píanósónöturnar eru meðal þess sem telst vera hápunkturinn á ævistarfi tónskáldsins. Þetta er á köflum innhverf tónlist. Hún er full af andakt, en tilfinningalega er hún oft óræð, jafnvel mótsagnakennd. Því er ekki sjálfgefið að hún skili sér í flutningi. En það gerði hún fyllilega í meðförum píanóleikarans. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífsýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Þetta er svo áberandi í síðustu þremur píanósónötunum. Þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Goode hafði þetta fullkomlega á valdi sínu. Leikur hans var dásamlega mjúkur, túlkunin djúp og full af skáldskap. Sérstaklega falleg var sónatan op. 110, sem í túlkun Goodes var byggð upp á einkar sannfærandi hátt. Í sónötunni er fúga sem var gædd magnaðri stígandi. Sorgarsöngurinn sem fléttast inn í hana var unaðslega fagur og þegar allt sprakk í hamslausri gleði í lokin var það afar áhrifamikið. Sömu sögu er að segja um seinni kaflann í sónötunni op. 111, sem var ekki af þessum heimi. Sónatan er í tveimur köflum, sá fyrri er hraður og ákafur, en hinn síðari þögull og draumkenndur. Þar er eins og tónlistin hverfi inn í eitthvert algleymi sem erfitt er að skilgreina. Það var snilldarlega útfært af Goode, tónarnir voru fullkomlega mótaðir, smæstu blæbrigði voru skýr og heildarmyndin sterk. Þetta var sjaldgæfur unaður.Niðurstaða: Algerlega frábær túlkun á Beethoven. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Heimspíanistar í Hörpu Richard Goode píanóleikari lék verk eftir Beethoven. Norðurljós í Hörpu, þriðjudaginn 10. mars. Ein skemmtilegasta tónleikaröðin á Íslandi er án efa Heimspíanistar í Hörpu. Þar gefst fólki tækifæri til að heyra einleikstónleika með píanóleikurum í fremstu röð. Áður fyrr voru slíkir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir lögðust af fyrir löngu. Í mörg ár fyrir tíð Hörpu gerðist það því varla að erlendir píanóleikarar héldu einleikstónleika á Íslandi. Það var helst á Listahátíð að þeir sóttu okkur heim. Því er tónleikalífið í Hörpu frábært. Þetta sannaðist á tónleikum bandaríska píanistans Richards Goode (f. 1943) í Norðurljósum á þriðjudagskvöldið. Hann lék þrjár síðustu sónötur Beethovens. Það verður lengi í minnum haft, þetta var einhver magnaðasti tónaseiður sem ég hef upplifað lengi. Hvað var svona flott? Jú, það var hvernig Goode tókst að fanga anda Beethovens og miðla honum til áheyrenda. Síðustu þrjár píanósónöturnar eru meðal þess sem telst vera hápunkturinn á ævistarfi tónskáldsins. Þetta er á köflum innhverf tónlist. Hún er full af andakt, en tilfinningalega er hún oft óræð, jafnvel mótsagnakennd. Því er ekki sjálfgefið að hún skili sér í flutningi. En það gerði hún fyllilega í meðförum píanóleikarans. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífsýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Þetta er svo áberandi í síðustu þremur píanósónötunum. Þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Goode hafði þetta fullkomlega á valdi sínu. Leikur hans var dásamlega mjúkur, túlkunin djúp og full af skáldskap. Sérstaklega falleg var sónatan op. 110, sem í túlkun Goodes var byggð upp á einkar sannfærandi hátt. Í sónötunni er fúga sem var gædd magnaðri stígandi. Sorgarsöngurinn sem fléttast inn í hana var unaðslega fagur og þegar allt sprakk í hamslausri gleði í lokin var það afar áhrifamikið. Sömu sögu er að segja um seinni kaflann í sónötunni op. 111, sem var ekki af þessum heimi. Sónatan er í tveimur köflum, sá fyrri er hraður og ákafur, en hinn síðari þögull og draumkenndur. Þar er eins og tónlistin hverfi inn í eitthvert algleymi sem erfitt er að skilgreina. Það var snilldarlega útfært af Goode, tónarnir voru fullkomlega mótaðir, smæstu blæbrigði voru skýr og heildarmyndin sterk. Þetta var sjaldgæfur unaður.Niðurstaða: Algerlega frábær túlkun á Beethoven.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira