Jan Voss – Með bakið að framtíðinni Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2015 11:00 Jan Voss við verk sitt Foam Book Library (Kvoðubókasafnið). Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira