Menning

Caput og Hanna Dóra

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hópurinn hlakkar greinilega til að flytja dagskrána í Norræna húsinu.
Hópurinn hlakkar greinilega til að flytja dagskrána í Norræna húsinu. Vísir/Valli
„Hún Þuríður er stjarna þessara tónleika. Við flytjum frábæra músík eftir hana, þannig að tónleikarnir skoðast sem prófíll af henni,“ segir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari.

Hann er í Caput-hópnum sem flytur nokkur verka Þuríðar Jónsdóttur tónskálds í Norræna húsinu á morgun, 15. mars, klukkan 15.15.

Hanna Dóra Sturludóttir söngkona er gestur Caput og flytur lögin Í dag er kvöld við texta Guðbergs Bergssonar og Dag í Heiðmörk við texta Gyrðis Elíassonar.

„Svo báðum við Þuríði að velja eitthvert tónskáld sem hún hefur mætur á og hún nefndi Aldo Clementi, eitt virtasta tónskáld Ítala á 20. öld. Það var okkur fagnaðarefni og við viljum heiðra minningu hans með því að flytja hina undurfögru vögguvísu Berceuse,“ segir Kolbeinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×