Menning

Flæðandi og lýriskur djass í Múlanum

Magnús Guðmundsson skrifar
Tríó Ástvaldar Zenki Traustasonar ætlar að flytja lög af geisladiskinum Hljóði í Björtuloftum annað kvöld.
Tríó Ástvaldar Zenki Traustasonar ætlar að flytja lög af geisladiskinum Hljóði í Björtuloftum annað kvöld.
Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, sem fram fara á þriðjudagskvöldið kl. 21 í Björtuloftum í Hörpu, kemur fram tríó píanóleikarans Ástvaldar Zenki Traustasonar. Ástvaldur og félagar munu flytja tónlist af geisladiskinum Hljóði, sem kom út í nóvember 2014.

Ásamt Ástvaldi kom fram þeir Birgir Bragason kontrabassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari.

Tónlistin á geisladiskinum Hljóði hefur svipað inntak og fyrri geisladiskur Ástvaldar, Hymnasýn, sem kom út árið 2011. Sem zen-prestur hefur Ástvaldur Zenki orðið fyrir miklum áhrifum frá zen-listum þar sem bent er á innsta eðli hlutanna á sem einfaldastan hátt.

Tónlistin er einlæg í einfaldleik sínum og býður hlustandanum að líta inn á við og sameinast andránni. Tónsmíðarnar eiga sér sterkar rætur í djasshefðinni og eru um leið skapandi og óþvingaðar; seiðandi lýrik og flæðandi rytmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.