i-úr Berglind Pétursdóttir skrifar 16. mars 2015 07:00 Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: „Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“ Fólk með langar neglur og feita putta gnístir saman tönnum í angist yfir því að það mun aldrei hitta á réttan takka. En þessi quartz-tækni var hvort eð er löngu úr sér gengin og púkó. Nú er hægt að horfa á hjartsláttinn sinn á skjá og senda púlsinn til þeirra sem hafa áhuga, ég get ekki ímyndað mér hver hefur EKKI áhuga á því. Nú get ég séð það á örlitlum skjá hvernig heilsufari mínu fer hrakandi og talið klukkustundirnar sem ég sit kyrr við vinnu. Ég get fylgst með hjartslætti hinna í herberginu, bara af því að mig langar til þess. Í auglýsingu fyrir úrið er því haldið fram að ég muni hreyfa mig meira með i-úrinu. Ég veit ekki hvers konar raflost það mun senda í úlnliðinn á mér til að fá mig til að drattast á lappir en ég er helvíti spennt fyrir því. Já, og nú munum við alltaf vita hvað klukkan er. Eitt það þægilegasta við i-úrið er þó að til þess að geta nota það þarf eigandinn að eiga iPhone af nýjustu gerð, og þar með getur maður auðveldlega sigtað þá út sem eru með eldri síma og sleppt því að eiga samskipti við þá. „Fáið ykkur nýrri síma, hahahaha!“ kalla ég yfir hóp fólks sem athugar hvað klukkan er á iPhone 4 og hleyp svo áfram inn í framtíð hreysti og heilbrigðs blóðþrýstings. Allavega. Úrið kemur í apríl. Ég á afmæli 2. apríl. Fullkomin afmælisgjöf.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun