Menning

Kynda undir vorið með tangótónum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún og Snorri halda uppi stuði með dönsurum í dag.
Guðrún og Snorri halda uppi stuði með dönsurum í dag.
Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Snorri Birgisson píanóleikari flytja eldheita tangótónlist í Salnum í hádeginu í dag.

Auk tónlistarinnar munu Svanirnir tveir, Svanhildur Valsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir, stíga dunandi dans.

Má því gera ráð fyrir einstakri stemningu. Á dagskrá eru lögin Histoire du tango eftir Astor Piazolla, Milonga de mis amores eftir Pedro Laurenz, Arrabalera eftir Francisco Canaro og La trampera eftir Anibal Troilo.

Þetta eru síðustu hádegistónleikar vetrarins í röðinni Líttu inn í hádeginu sem hóf göngu sína haustið 2012 undir listrænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur.

Þeir hefjast klukkan 12.15 og standa yfir í hálftíma.

Tónleikagestum er boðið upp á kaffi og te fyrir tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×