Starfstengt lúxusvandamál að ferðast um jarðkringluna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2015 08:30 Ben Frost er fullur tilhlökkunar að fá að spila á Íslandi eftir langan túr um heiminn. mynd/börkur Sigþórsson „Ég hlakka rosalega til að spila heima,“ segir tónlistarmaðurinn Ben Frost en hann leikur á tónleikum á Húrra í kvöld. Hann lék síðast á tónleikum hérlendis á All Tomorrow‘s Parties hátíðinni í fyrra. Ben fæddist í Ástralíu og er frá Melbourne. Hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum áratug og hefur búið hér síðan. Nú er hann íslenskur ríkisborgari. Í maí í fyrra gaf Ben út plötuna A U R O R A sem fékk frábæra dóma. Til að fylgja plötunni eftir fór hann í tónleikaferðalag um heiminn. Það stóð í fjóra mánuði og á þeim tíma spilaði hann alls sjötíu sinnum. „Ég hlusta ekki á gagnrýnisraddir, hvorki góðar né slæmar,“ segir Ben. „Fólk í kringum mig hafði talað um þetta en ég læt þetta alveg fara fram hjá mér. Ég einbeiti mér bara að því að gera tónlist sem mér finnst góð.“ A U R O R A kom út í fyrra og var tekið vel um heim allan. Tónlistarfréttamiðlarnir Pitchfork, Spin!, Sputnikmusik og Clash settu plötuna til að mynda öll á lista sína yfir bestur plötur ársins. „Þetta er búið að vera mikið flakk. Í einni vikunni byrjaði ég á að spila í Tókýó og þaðan fór ég til Lisabon. Frá Lisabon fór ég til Mexíkóborgar og endaði vikuna í London,“ segir Ben. „Það er nánast hætt að skipta máli hve langt þú flýgur, kostnaðurinn er alltaf svipaður. Túrinn var því ekki skipulagður með landfræðilega legu í huga.“Ben á Mona Foma í Ástralíu í fyrra.mynd/jesse hunnifordLíkt og áður segir fara tónleikarnir í kvöld fram á Húrra og hefjast þeir klukkan níu. Stemningin þar er oftar en ekki rafmögnuð. Ben ætlar sér að bæta örlitlu við hljóðkerfið svo tónlist hans skili sér sem best til áhorfenda. „Ég verð einn á sviðinu. Oft hef ég verið með hljómsveit með mér en ég ákvað að vera einn á þessum tónleikum,“ segir hann. „Þegar ég er einn hef ég meira frelsi og get leikið mér örlítið. Ég held að það muni skila sér vel í salnum og geri tónleikana aðeins sérstakari. Það gerist ekki svo oft að ég spili hér heima þannig ég ætla að hafa þetta eins sérstakt og ég get.“ Auk þess að semja sína eigin tónlist hefur hann einnig samið fyrir kvikmyndir og þætti. Þar má nefna bresku þættina Fortitude og kvikmyndirnar Djúpið og Sleeping Beauty eftir Juliu Leigh. Sökum starfs síns ferðast Ben mikið um heiminn og dvelur sjaldnast löngum stundum á hverjum stað fyrir sig. „Ef það væri hægt myndi ég ferðast miklu minna en raun ber vitni. Ég myndi vilja vinna mun meira hér heima líka. Þetta er ákveðið lúxusvandamál að hafa of mikið að gera,“ segir hann. „Mér liggur ekki á að byrja á nýrri plötu. Ég vil ekki setja eitthvað nýtt inn í kerfið strax. Þegar ég hef búið til eitthvað sem mér finnst nógu gott þá gef ég það út.“ Tónlist Tengdar fréttir Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00 Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég hlakka rosalega til að spila heima,“ segir tónlistarmaðurinn Ben Frost en hann leikur á tónleikum á Húrra í kvöld. Hann lék síðast á tónleikum hérlendis á All Tomorrow‘s Parties hátíðinni í fyrra. Ben fæddist í Ástralíu og er frá Melbourne. Hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum áratug og hefur búið hér síðan. Nú er hann íslenskur ríkisborgari. Í maí í fyrra gaf Ben út plötuna A U R O R A sem fékk frábæra dóma. Til að fylgja plötunni eftir fór hann í tónleikaferðalag um heiminn. Það stóð í fjóra mánuði og á þeim tíma spilaði hann alls sjötíu sinnum. „Ég hlusta ekki á gagnrýnisraddir, hvorki góðar né slæmar,“ segir Ben. „Fólk í kringum mig hafði talað um þetta en ég læt þetta alveg fara fram hjá mér. Ég einbeiti mér bara að því að gera tónlist sem mér finnst góð.“ A U R O R A kom út í fyrra og var tekið vel um heim allan. Tónlistarfréttamiðlarnir Pitchfork, Spin!, Sputnikmusik og Clash settu plötuna til að mynda öll á lista sína yfir bestur plötur ársins. „Þetta er búið að vera mikið flakk. Í einni vikunni byrjaði ég á að spila í Tókýó og þaðan fór ég til Lisabon. Frá Lisabon fór ég til Mexíkóborgar og endaði vikuna í London,“ segir Ben. „Það er nánast hætt að skipta máli hve langt þú flýgur, kostnaðurinn er alltaf svipaður. Túrinn var því ekki skipulagður með landfræðilega legu í huga.“Ben á Mona Foma í Ástralíu í fyrra.mynd/jesse hunnifordLíkt og áður segir fara tónleikarnir í kvöld fram á Húrra og hefjast þeir klukkan níu. Stemningin þar er oftar en ekki rafmögnuð. Ben ætlar sér að bæta örlitlu við hljóðkerfið svo tónlist hans skili sér sem best til áhorfenda. „Ég verð einn á sviðinu. Oft hef ég verið með hljómsveit með mér en ég ákvað að vera einn á þessum tónleikum,“ segir hann. „Þegar ég er einn hef ég meira frelsi og get leikið mér örlítið. Ég held að það muni skila sér vel í salnum og geri tónleikana aðeins sérstakari. Það gerist ekki svo oft að ég spili hér heima þannig ég ætla að hafa þetta eins sérstakt og ég get.“ Auk þess að semja sína eigin tónlist hefur hann einnig samið fyrir kvikmyndir og þætti. Þar má nefna bresku þættina Fortitude og kvikmyndirnar Djúpið og Sleeping Beauty eftir Juliu Leigh. Sökum starfs síns ferðast Ben mikið um heiminn og dvelur sjaldnast löngum stundum á hverjum stað fyrir sig. „Ef það væri hægt myndi ég ferðast miklu minna en raun ber vitni. Ég myndi vilja vinna mun meira hér heima líka. Þetta er ákveðið lúxusvandamál að hafa of mikið að gera,“ segir hann. „Mér liggur ekki á að byrja á nýrri plötu. Ég vil ekki setja eitthvað nýtt inn í kerfið strax. Þegar ég hef búið til eitthvað sem mér finnst nógu gott þá gef ég það út.“
Tónlist Tengdar fréttir Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00 Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00
Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00