Bleikt þema í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2015 00:01 Berglind og Kári Halldórsson, sonur hennar stilla sér upp á eftirlætis stað fjölskyldunnar. Það er við eldhúsborðið. "Hér hópast alltaf allir. Við erum eiginlega bara hér í íbúðinni. Ef það er matarboð þá standa tuttugu manns við borðið en enginn er inni í stofu.“ vísir/ernir Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“ Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Berglind Pétursdóttir texta- og hugmyndasmiður býr ásamt kærasta sínum, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, í huggulegri íbúð á Bergstaðastræti. Hún hefur dálæti á bleikum lit og það má greinilega sjá á innbúi hennar. „Ef ég sé einhvern flottan hlut þá hætti ég yfirleitt ekki að gúggla eða leita að honum fyrr en ég finn hann. Sem er mjög leiðinlegt fyrir kærastann minn, því hann nær aldrei að kaupa neitt handa mér. Ég er alltaf búin að kaupa það sem mig langar í,“ segir Berglind. Hún er dugleg að panta sér hluti af netinu og fá senda heim, stundum verður sendingarkostnaðurinn tíu sinnum hærri en verðið og hún þarf að standa í stöðugum bréfaskriftum við seljandann. Hún lætur það ekki á sig fá enda er gaman að litast um í íbúð hennar sem er full af forvitnilegum hlutum, bleikum og ekki bleikum.Berglind er nýbúin að fá bleika útvarpið á skápnum. Hún hafði séð álíka tæki í einhverri auglýsingu og gúgglaði pink radio þar til hún fann alveg eins tæki sem hún gat keypt.vísir/ernirGera mætti ráð fyrir að Berglind hefði málað þennan fína vínskáp sjálf en það er fjarri lagi. „Ég keypti hann svona fínan á litinn í Húsi fiðrildanna. Þar getur maður oft fundið eitthvað bleikt. Kærastinn fékk plötur og ég fékk þetta.“ Útvarpið er hún nýbúin að kaupa sér. Hún sá svona útvarp í auglýsingu og langaði í alveg eins. „Ég gúgglaði pink radio þar til ég fann það loksins, og keypti það." Kokteilskiltivísir/ernir„Þetta pantaði ég hræódýrt á netinu og borgaði svona 40 þúsund kall í sendingarkostnað. Ég stóð heillengi í bréfaskriftum við sendandan og þetta var þvílíkt vesen. En allt þess virði þar sem þetta var jólagjöf til kærastans. Hann er mikill kokteilamaður, bæði er hann duglegur að búa til kokteila og fá sér kokteila. Enda eru mörg kokteilapartí haldin hérna á heimilinu.“Vínyll á gæruvísir/ernirBerglind og Steinþór eiga stórt safn vínylplatna en Berglind tekur alveg fyrir það að hún kaupi frekar plötu ef hún er bleik á litinn. Gæruna keypti hún aftur á móti einungis af því að hún er bleik. „Hún á sér engan stað í íbúðinni, flakkar bara á milli. Ég frétti svo af konu sem keypti þessa gæru á undan mér en maðurinn hennar sendi hana aftur í búðina til að skila henni. Ég er ekki enn komin í þá stöðu en er kannski smátt og smátt að koma mér í hana.“ Kettlingar og píanóvísir/ernirKettlingamyndin er ein af þessum hlutum sem Berglind sá og varð bara að eignast. „Hún hékk alltaf í sjoppunni í Kolaportinu fyrir ofan pylsupott. Ég spurði bara hvort ég mætti kaupa hana og fékk hana á þrjú þúsund kall. Ég þurfti að þrífa af henni fitubrákina og það var sjoppulykt af henni í lengri tíma. Mamma sýndi mér svo mynd af systur hennar sem vann sem ballettdansari í Berlín á áttunda áratugnum. Á myndinni er hún í þýskri íbúð þar sem nákvæmlega eins mynd er uppi á vegg.“
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira