Heimspeki lúxus-sósíalismans Jón Gnarr skrifar 21. mars 2015 07:00 Þegar ég var barn þurfti ég aldrei að þrífa eftir mig. Ég þvoði ekki upp diska eða glös. Ég þvoði ekki af mér fötin. Ég henti þeim bara á gólfið þar sem ég fór úr þeim, svo birtust þau nokkrum dögum síðar hrein og samanbrotin í fataskápnum. Ég tók ekki einu sinni til í herberginu mínu. Það hreinsaðist bara af sjálfu sér, þegar ég var ekki heima. Mamma gerði þetta allt og mér fannst það eðlilegt. Þegar ég eltist var svo gerð aukin krafa á mig, að ég sæi um og tæki ábyrgð á sjálfum mér og mínu umstangi. Mamma var þreytt á þessu og fannst ósanngjarnt að þurfa að hirða upp draslið eftir mig. Ég fór að taka af borðinu og fara með diska og glös í vaskinn. Ég setti óhrein föt í óhreina tauið. Ég byrjaði að taka til í herberginu mínu. Þegar það var orðið mitt mál þá fór umgengni mín líka að breytast. Ég hætti að drasla eins mikið til. Þegar ég var orðinn unglingur var ég orðinn nokkuð sjálfbær og hafði meira að segja lært að opperera þvottavélina. Ég hef haft sama háttinn á með mín eigin börn, hef aukið ábyrgð þeirra í hlutfalli við þroska og aldur. Mér finnst það heilbrigt og eðlilegt.Mr. Garbageguy Fyrir nokkrum árum var ég í heimsókn hjá Hans vini mínum í Hollandi. Hann bað mig að hjálpa sér að trilla ruslatunnunum sínum út á götu því öskubíllinn kæmi næsta morgun. Á meðan við röltum með tunnurnar sagði ég Hans, hvernig sorphirða væri í Reykjavík. Í hverjum ruslabíl væri her manns sem hlypi inn í garða og sækti ruslið. Þetta fannst Hans afskaplega fyndin tilhugsun. Hann hafði aldrei kynnst svona lúxus, alltaf séð sjálfur um sitt drasl. Hann sá sjálfan sig fyrir sér, standa við eldhúsgluggann, að drekka morgunkaffið sitt þegar glaðlegi ruslakarlinn kæmi, eins og pósturinn Páll, að sækja ruslið. -Good morning, Hans! -Good morning Mr. Garbageguy! Í hverfinu sem ég bý hér í Houston kemur ruslabíllinn einu sinni í viku. Þá trillar maður tunnunum sínum út á götu kvöldinu áður. Annars eru þær ekki tæmdar. Við erum með tvær tunnur, önnur fyrir almennan heimilisúrgang, hin fyrir endurvinnslu. Í hana fer plast, gler og pappi. Bíllinn er búinn vélarmi sem tekur upp tunnurnar og hellir úr þeim. Bílstjórinn er einn í bílnum. Þegar hann er búinn að tæma þær trillar maður þeim aftur upp að húsinu. Þetta er í alla staði ánægjulegt verkefni. Þarna hitti ég nágrannana og spjalla við þá. Þarna er kostnaði haldið í lágmarki og ábyrgðin látin hvíla hjá þeim sem býr til sorpið og borgin er ekki í neinum mömmuleik.Hver ber ábyrgð á jólatré? Sorphirða í Reykjavík og víðast á Íslandi er óhagkvæm og óþarflega dýr. Hún er ekki bara illa skipulögð heldur er hugmyndafræðin að baki henni röng. Við erum að mörgu leyti eins og ábyrgðarlaus börn sem henda drasli þar sem þau standa, svo er það ábyrgð annarra að hreinsa það upp. Á meðan flest siðmenntuð samfélög virðast vinna að því að auka sjálfsábyrgð íbúa á sem flestum sviðum, virðumst við vera annaðhvort langt á eftir og virðumst ekki skilja þessa einföldu hugmyndafræði, eða erum að fara algjörlega í hina áttina. Okkur finnst í svo mörgu að hin svokölluðu yfirvöld eigi að sjá um hlutina fyrir okkur. Þeim ber skylda til að þrífa upp draslið sem við hendum á götuna, vera með her manns á launum við að sækja draslið okkar upp að dyrum og taka meira að segja jólatrén þegar jólin eru búin. Það er stórmerkileg þversögn að þeir pólitísku flokkar sem kenna sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð eru þeir sem reka hvað hatrammastan áróður fyrir þessum munaðar-sósíalisma, eins og hin árlega uppákoma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þegar þeir fara um borgina, ásamt blaðamanni Morgunblaðsins, og hirða upp jólatré sem fólk hefur hent út um gluggann. Skilaboðin í þessu eru ekki að þeir séu plebbar og fólk sem hendir rusli út um gluggann sé sóðar heldur eigi yfirvöld að sjá sóma sinn í að þrífa þetta upp. Samfélag sem byggist á svona hugsun verður bæði dýrt í rekstri og íbúarnir verða að mörgu leyti eins og ofdekraður unglingur sem kann ekki á þvottavél og foreldrar hans hafa keypt heimilishjálp til að þrífa eftir hann. Honum finnst það fínt. Hann þekkir ekkert annað og snöggreiðist ef einhver bendir á þetta eða gagnrýnir. Hann skilur ekki kostnaðinn við heimilishjálpina og nennir ekki að hugsa um hann. Honum finnst hugmyndafræðin góð og vill sjá hana að verki á fleiri sviðum lífs síns. Ekkert er honum að kenna. Honum gengur illa í fjármálum og í samskiptum sínum við aðra og finnst það foreldrum sínum að kenna, svo hann gerir meiri kröfur til þeirra. Hann er dæmdur til að hjakka í þessu sama fari þangað til hann horfist í augu við það að hann byggir líf sitt á vondri hugmynd. Hann getur alveg lært á þvottavél eins og allir aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Þegar ég var barn þurfti ég aldrei að þrífa eftir mig. Ég þvoði ekki upp diska eða glös. Ég þvoði ekki af mér fötin. Ég henti þeim bara á gólfið þar sem ég fór úr þeim, svo birtust þau nokkrum dögum síðar hrein og samanbrotin í fataskápnum. Ég tók ekki einu sinni til í herberginu mínu. Það hreinsaðist bara af sjálfu sér, þegar ég var ekki heima. Mamma gerði þetta allt og mér fannst það eðlilegt. Þegar ég eltist var svo gerð aukin krafa á mig, að ég sæi um og tæki ábyrgð á sjálfum mér og mínu umstangi. Mamma var þreytt á þessu og fannst ósanngjarnt að þurfa að hirða upp draslið eftir mig. Ég fór að taka af borðinu og fara með diska og glös í vaskinn. Ég setti óhrein föt í óhreina tauið. Ég byrjaði að taka til í herberginu mínu. Þegar það var orðið mitt mál þá fór umgengni mín líka að breytast. Ég hætti að drasla eins mikið til. Þegar ég var orðinn unglingur var ég orðinn nokkuð sjálfbær og hafði meira að segja lært að opperera þvottavélina. Ég hef haft sama háttinn á með mín eigin börn, hef aukið ábyrgð þeirra í hlutfalli við þroska og aldur. Mér finnst það heilbrigt og eðlilegt.Mr. Garbageguy Fyrir nokkrum árum var ég í heimsókn hjá Hans vini mínum í Hollandi. Hann bað mig að hjálpa sér að trilla ruslatunnunum sínum út á götu því öskubíllinn kæmi næsta morgun. Á meðan við röltum með tunnurnar sagði ég Hans, hvernig sorphirða væri í Reykjavík. Í hverjum ruslabíl væri her manns sem hlypi inn í garða og sækti ruslið. Þetta fannst Hans afskaplega fyndin tilhugsun. Hann hafði aldrei kynnst svona lúxus, alltaf séð sjálfur um sitt drasl. Hann sá sjálfan sig fyrir sér, standa við eldhúsgluggann, að drekka morgunkaffið sitt þegar glaðlegi ruslakarlinn kæmi, eins og pósturinn Páll, að sækja ruslið. -Good morning, Hans! -Good morning Mr. Garbageguy! Í hverfinu sem ég bý hér í Houston kemur ruslabíllinn einu sinni í viku. Þá trillar maður tunnunum sínum út á götu kvöldinu áður. Annars eru þær ekki tæmdar. Við erum með tvær tunnur, önnur fyrir almennan heimilisúrgang, hin fyrir endurvinnslu. Í hana fer plast, gler og pappi. Bíllinn er búinn vélarmi sem tekur upp tunnurnar og hellir úr þeim. Bílstjórinn er einn í bílnum. Þegar hann er búinn að tæma þær trillar maður þeim aftur upp að húsinu. Þetta er í alla staði ánægjulegt verkefni. Þarna hitti ég nágrannana og spjalla við þá. Þarna er kostnaði haldið í lágmarki og ábyrgðin látin hvíla hjá þeim sem býr til sorpið og borgin er ekki í neinum mömmuleik.Hver ber ábyrgð á jólatré? Sorphirða í Reykjavík og víðast á Íslandi er óhagkvæm og óþarflega dýr. Hún er ekki bara illa skipulögð heldur er hugmyndafræðin að baki henni röng. Við erum að mörgu leyti eins og ábyrgðarlaus börn sem henda drasli þar sem þau standa, svo er það ábyrgð annarra að hreinsa það upp. Á meðan flest siðmenntuð samfélög virðast vinna að því að auka sjálfsábyrgð íbúa á sem flestum sviðum, virðumst við vera annaðhvort langt á eftir og virðumst ekki skilja þessa einföldu hugmyndafræði, eða erum að fara algjörlega í hina áttina. Okkur finnst í svo mörgu að hin svokölluðu yfirvöld eigi að sjá um hlutina fyrir okkur. Þeim ber skylda til að þrífa upp draslið sem við hendum á götuna, vera með her manns á launum við að sækja draslið okkar upp að dyrum og taka meira að segja jólatrén þegar jólin eru búin. Það er stórmerkileg þversögn að þeir pólitísku flokkar sem kenna sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð eru þeir sem reka hvað hatrammastan áróður fyrir þessum munaðar-sósíalisma, eins og hin árlega uppákoma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þegar þeir fara um borgina, ásamt blaðamanni Morgunblaðsins, og hirða upp jólatré sem fólk hefur hent út um gluggann. Skilaboðin í þessu eru ekki að þeir séu plebbar og fólk sem hendir rusli út um gluggann sé sóðar heldur eigi yfirvöld að sjá sóma sinn í að þrífa þetta upp. Samfélag sem byggist á svona hugsun verður bæði dýrt í rekstri og íbúarnir verða að mörgu leyti eins og ofdekraður unglingur sem kann ekki á þvottavél og foreldrar hans hafa keypt heimilishjálp til að þrífa eftir hann. Honum finnst það fínt. Hann þekkir ekkert annað og snöggreiðist ef einhver bendir á þetta eða gagnrýnir. Hann skilur ekki kostnaðinn við heimilishjálpina og nennir ekki að hugsa um hann. Honum finnst hugmyndafræðin góð og vill sjá hana að verki á fleiri sviðum lífs síns. Ekkert er honum að kenna. Honum gengur illa í fjármálum og í samskiptum sínum við aðra og finnst það foreldrum sínum að kenna, svo hann gerir meiri kröfur til þeirra. Hann er dæmdur til að hjakka í þessu sama fari þangað til hann horfist í augu við það að hann byggir líf sitt á vondri hugmynd. Hann getur alveg lært á þvottavél eins og allir aðrir.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun