Afsakið roluskapinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. mars 2015 07:15 Ef þú varst viðstaddur einhver þeirra mótmæla sem áttu sér stað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eru góðar líkur á að ég hafi einnig verið þar. Ég lét reyndar aðra um hrópin og köllin, skildi kökuformin eftir heima og var þarna meira af einskærum áhuga á ringulreið, þó að vissulega blöskraði mér baktjaldamakkið, spillingin og græðgin sem komu okkur öllum á þennan hræðilega stað. Ég bjó á Leifsgötunni og gekk daglega niður á Austurvöll, stóð þar lengur en líkaminn vildi og sultardropana hefði mátt virkja og framleiða þannig rafmagn fyrir meðalstórt þorp. Ég vildi sjá eld, brotnar rúður og bíla á hvolfi. Það gladdi mig að sjá rolulegustu þjóð Evrópu svara fyrir sig og krefjast betri vinnubragða, þó ég hafi reyndar ekki gert það. Lítið sem ekkert hefur breyst síðan þá og enn sitja rugguhestar við stjórnvölinn, kjörnir af þeim sömu og kveiktu í Óslóartrénu. Og auðvitað kom að því aftur að almenningur fékk nóg. Fyrir rúmri viku var efnt til mótmæla við Alþingishúsið. Allir og ömmur þeirra mættu, á áttunda þúsund manns, þó einhverjir haldi því reyndar fram að þetta hafi bara verið Illugi Jökulsson og tveir frændur hans. Gott og vel. Ég var á staðnum og veit betur.Ég nennti þessu ekki. Það voru allir einum of prúðir og í góðum fíling fyrir minn smekk. Ég hlustaði á Illuga, hugsaði „heyr, heyr“ og fór svo og fékk mér ís. Daginn eftir var mótmælt aftur. Þá mættu í alvörunni bara Illugi Jökulsson og tveir frændur hans. Við erum orðin of slæmu vön. Ríkisstjórn Íslands þarf að gera eitthvað mun verra til að almenningur fari að kveikja í trjám. Rolan er svo sterk í okkur. Þar er ég jafn sekur og aðrir, mögulega aðeins sekari. Sorrí með mig. Ég hugsa til dæmis að ég nenni ekki að mæta aftur nema einhver ráðherrann verði staðinn að mannáti. Sem er reyndar alls ekki útilokað að gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun
Ef þú varst viðstaddur einhver þeirra mótmæla sem áttu sér stað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eru góðar líkur á að ég hafi einnig verið þar. Ég lét reyndar aðra um hrópin og köllin, skildi kökuformin eftir heima og var þarna meira af einskærum áhuga á ringulreið, þó að vissulega blöskraði mér baktjaldamakkið, spillingin og græðgin sem komu okkur öllum á þennan hræðilega stað. Ég bjó á Leifsgötunni og gekk daglega niður á Austurvöll, stóð þar lengur en líkaminn vildi og sultardropana hefði mátt virkja og framleiða þannig rafmagn fyrir meðalstórt þorp. Ég vildi sjá eld, brotnar rúður og bíla á hvolfi. Það gladdi mig að sjá rolulegustu þjóð Evrópu svara fyrir sig og krefjast betri vinnubragða, þó ég hafi reyndar ekki gert það. Lítið sem ekkert hefur breyst síðan þá og enn sitja rugguhestar við stjórnvölinn, kjörnir af þeim sömu og kveiktu í Óslóartrénu. Og auðvitað kom að því aftur að almenningur fékk nóg. Fyrir rúmri viku var efnt til mótmæla við Alþingishúsið. Allir og ömmur þeirra mættu, á áttunda þúsund manns, þó einhverjir haldi því reyndar fram að þetta hafi bara verið Illugi Jökulsson og tveir frændur hans. Gott og vel. Ég var á staðnum og veit betur.Ég nennti þessu ekki. Það voru allir einum of prúðir og í góðum fíling fyrir minn smekk. Ég hlustaði á Illuga, hugsaði „heyr, heyr“ og fór svo og fékk mér ís. Daginn eftir var mótmælt aftur. Þá mættu í alvörunni bara Illugi Jökulsson og tveir frændur hans. Við erum orðin of slæmu vön. Ríkisstjórn Íslands þarf að gera eitthvað mun verra til að almenningur fari að kveikja í trjám. Rolan er svo sterk í okkur. Þar er ég jafn sekur og aðrir, mögulega aðeins sekari. Sorrí með mig. Ég hugsa til dæmis að ég nenni ekki að mæta aftur nema einhver ráðherrann verði staðinn að mannáti. Sem er reyndar alls ekki útilokað að gerist.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun